Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 63

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 63
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201062 Jónasson frá Eiðum (f. 1881) kraup niður og kyssti jörðina í hólmanum, er hann kom þangað aldur- hniginn eftir langa fjarveru.20 Sumarið 1917 ferðaðist vestur-íslenska skáldið Stephan G. Stephansson um Ísland, í boði ung- mennafélaganna. Honum var haldin vegleg sam- koma í Atlavík og síðan þáði hann boð Umf. Þórs að koma í Eiða. Þar gengur hann út Stórahaga og er ferjaður yfir í Eiðahólma, þar sem honum var fagnað með ræðum og söng „auk veglegra veitinga, hitaðra á hlóðum við viðareld og fram bornar á grasborð- inu hinu stóra...“, svo notuð séu orð Þórarins skóla- stjóra.21 Tveim árum síðar birti Stephan langt kvæði í þremur hlutum, sem heitir Að Eiðum. Í fyrsta hluta kvæðisins rifjar hann upp göngu sína um ‚kolagrafa- móinn‘ í Stórahaga, sem honum varð minnisstæðari en flest annað á Héraði. Í miðhluta fjallar hann um Eiðahólma, og í þriðja hluta kvæðisins dregur hann sínar ályktanir af þessari reynslu: Þó gróðursetta lunda ég litið hafi mærri og leikvellina umfangsmeiri, ég veit samt engan kærri né unaðssælli hólma til í heiminum breiðum. Ef æskan gerir einn dag sér öðrum degi hærri í orlof sitt hún þangað fer til skógar vænni og stærri að nýgræðings viljafjöri og vaxandi meiðum. Hann endar kvæðið á þessum orðum: „Einn morg- un þar renna þér upp ljósaskipti á leiðum.“ „Þetta kvæði Stephans G. kom fyrir almennings sjónir sama árið sem hinn endurreisti Eiðaskóli hefur göngu sína og fléttast með nokkrum hætti inn í sögu hans“, segir Þórarinn í riti sínu um Eiðaskóg.22 Telur hann að kvæðið hafi orðið einn helsti hvati þess að Eiða- sambandið var stofnað 1921 og merki skógræktar hafið upp á Eiðum fáum árum síðar. Eiðasambandið Á þriðja starfsári Alþýðuskólans á Eiðum var stofnað félag kennara og nemenda sem hlaut nafnið Eiðasambandið. Frumkvæðið kom frá Ásmundi Guðmundssyni skólastjóra, sem bar fram tillögu um það í skólaslitaræðu 10. maí 1921. Í júlí sama sumar var félagið formlega stofnað á fundi í Eiðahólma. „Það erfði sál hólmans í mörgum félögum sínum, og þangað stefndi það mótum sínum strax í byrjun“, ritar Benedikt frá Hofteigi.23 Þessi félagsskapur starfaði í tvo áratugi, eða til 1941, og stóð fyrir næstum árlegum Eiðamótum, sem haldin voru fyrstu helgi í júlí og stóðu oftast í tvo daga. Fyrri daginn fór dagskráin fram á samkomu- staðnum í Eiðahólma, ef ekki var því verra veður. Þar voru ræður haldnar, sungið og framdar íþróttir, m.a. var synt í vatninu. Eftir 1925 varð söngur Eiða- kórsins fastur liður á mótunum. Á þessum fundum var ýmsum framfaramálum hreyft og sambandið lét sér mjög annt um Eiðaskóla. Skógrækt var líka á dagskránni, og síðustu Eiðamótin voru nýtt til að gróðursetja hinn nýja Eiðaskóg. Á Eiðamóti 1941 var stofnað Ungmennasamband Austurlands, er síðar fékk heitið Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA), og tók það að nokkru leyti við hlutverki Eiðasambandsins. Á mikilli hátíð sem haldin var í tilefni af 75 ára afmæli Eiðaskóla, 9.–10. ágúst 1958, fóru um 120 manns út í Eiðahólma fyrri daginn, en áður höfðu starfsmenn Skógræktar ríkisins o.fl. snyrt þar trjá- gróður og sett upp trébryggju á suðurhorni hólm- ans. Fólkið var ferjað á vélbát, sem fenginn var frá Borgarfirði og hafði lítinn bát í togi sem Eiðaskóli átti. Þórarinn skólastjóri stýrði þar samkomu með söng og ræðuhöldum í stíl við gömlu Eiðamótin, og umræðuefnið var framtíð Eiðaskóla. Veður var hið fegursta, logn og sólskin. Þetta er líklega síðasta opinber samkoma sem haldin var í hólmanum.24 Þegar ákveðið var að leggja skólastarf niður á Eiðum 1998, voru Samtök Eiðavina stofnuð, til „að stuðla að endurreisn Eiðastaðar, í þágu menningar- og athafnalífs á Austurlandi“, eins og segir í reglum þeirra. Líta má á þessi samtök sem arftaka Eiðasam- bandsins. Eftir breytingu á reglugerð 2003 voru allir þálifandi ‚Eiðamenn‘ skráðir félagar samtakanna. Þau vinna nú að uppbyggingu sögustofu í Eiðaskóla og óska aðstoðar Eiðamanna við það verkefni. Lokaorð og tillögur Nú er Fljótsdalshérað á góðri leið með að verða skógi og kjarri vaxið milli fjalls og fjöru eins og forðum daga. Það má m.a. þakka þeim ‚ljósaskipt- um‘ sem urðu í Eiðahólma á fyrri hluta aldarinnar. Hvað gróður varðar sker hólminn sig því ekki leng- ur mikið frá umhverfi sínu. Hins vegar er Eiðahólmi einn merkasti sögustaður á Héraði og margt gamalt fólk ber hlýjar tilfinningar til hans. Hann er á ýmsan hátt samsvarandi staður og eyjan Slúttnes í Mývatni, sem varð heimsfræg á 19. öld, fyrir gróðursæld og fuglalíf, sem um var annast. Báðar þessar eyjar eru náttúrugarðar. Gömlu barrtrén í hólmanum eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.