Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 63

Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 63
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201062 Jónasson frá Eiðum (f. 1881) kraup niður og kyssti jörðina í hólmanum, er hann kom þangað aldur- hniginn eftir langa fjarveru.20 Sumarið 1917 ferðaðist vestur-íslenska skáldið Stephan G. Stephansson um Ísland, í boði ung- mennafélaganna. Honum var haldin vegleg sam- koma í Atlavík og síðan þáði hann boð Umf. Þórs að koma í Eiða. Þar gengur hann út Stórahaga og er ferjaður yfir í Eiðahólma, þar sem honum var fagnað með ræðum og söng „auk veglegra veitinga, hitaðra á hlóðum við viðareld og fram bornar á grasborð- inu hinu stóra...“, svo notuð séu orð Þórarins skóla- stjóra.21 Tveim árum síðar birti Stephan langt kvæði í þremur hlutum, sem heitir Að Eiðum. Í fyrsta hluta kvæðisins rifjar hann upp göngu sína um ‚kolagrafa- móinn‘ í Stórahaga, sem honum varð minnisstæðari en flest annað á Héraði. Í miðhluta fjallar hann um Eiðahólma, og í þriðja hluta kvæðisins dregur hann sínar ályktanir af þessari reynslu: Þó gróðursetta lunda ég litið hafi mærri og leikvellina umfangsmeiri, ég veit samt engan kærri né unaðssælli hólma til í heiminum breiðum. Ef æskan gerir einn dag sér öðrum degi hærri í orlof sitt hún þangað fer til skógar vænni og stærri að nýgræðings viljafjöri og vaxandi meiðum. Hann endar kvæðið á þessum orðum: „Einn morg- un þar renna þér upp ljósaskipti á leiðum.“ „Þetta kvæði Stephans G. kom fyrir almennings sjónir sama árið sem hinn endurreisti Eiðaskóli hefur göngu sína og fléttast með nokkrum hætti inn í sögu hans“, segir Þórarinn í riti sínu um Eiðaskóg.22 Telur hann að kvæðið hafi orðið einn helsti hvati þess að Eiða- sambandið var stofnað 1921 og merki skógræktar hafið upp á Eiðum fáum árum síðar. Eiðasambandið Á þriðja starfsári Alþýðuskólans á Eiðum var stofnað félag kennara og nemenda sem hlaut nafnið Eiðasambandið. Frumkvæðið kom frá Ásmundi Guðmundssyni skólastjóra, sem bar fram tillögu um það í skólaslitaræðu 10. maí 1921. Í júlí sama sumar var félagið formlega stofnað á fundi í Eiðahólma. „Það erfði sál hólmans í mörgum félögum sínum, og þangað stefndi það mótum sínum strax í byrjun“, ritar Benedikt frá Hofteigi.23 Þessi félagsskapur starfaði í tvo áratugi, eða til 1941, og stóð fyrir næstum árlegum Eiðamótum, sem haldin voru fyrstu helgi í júlí og stóðu oftast í tvo daga. Fyrri daginn fór dagskráin fram á samkomu- staðnum í Eiðahólma, ef ekki var því verra veður. Þar voru ræður haldnar, sungið og framdar íþróttir, m.a. var synt í vatninu. Eftir 1925 varð söngur Eiða- kórsins fastur liður á mótunum. Á þessum fundum var ýmsum framfaramálum hreyft og sambandið lét sér mjög annt um Eiðaskóla. Skógrækt var líka á dagskránni, og síðustu Eiðamótin voru nýtt til að gróðursetja hinn nýja Eiðaskóg. Á Eiðamóti 1941 var stofnað Ungmennasamband Austurlands, er síðar fékk heitið Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA), og tók það að nokkru leyti við hlutverki Eiðasambandsins. Á mikilli hátíð sem haldin var í tilefni af 75 ára afmæli Eiðaskóla, 9.–10. ágúst 1958, fóru um 120 manns út í Eiðahólma fyrri daginn, en áður höfðu starfsmenn Skógræktar ríkisins o.fl. snyrt þar trjá- gróður og sett upp trébryggju á suðurhorni hólm- ans. Fólkið var ferjað á vélbát, sem fenginn var frá Borgarfirði og hafði lítinn bát í togi sem Eiðaskóli átti. Þórarinn skólastjóri stýrði þar samkomu með söng og ræðuhöldum í stíl við gömlu Eiðamótin, og umræðuefnið var framtíð Eiðaskóla. Veður var hið fegursta, logn og sólskin. Þetta er líklega síðasta opinber samkoma sem haldin var í hólmanum.24 Þegar ákveðið var að leggja skólastarf niður á Eiðum 1998, voru Samtök Eiðavina stofnuð, til „að stuðla að endurreisn Eiðastaðar, í þágu menningar- og athafnalífs á Austurlandi“, eins og segir í reglum þeirra. Líta má á þessi samtök sem arftaka Eiðasam- bandsins. Eftir breytingu á reglugerð 2003 voru allir þálifandi ‚Eiðamenn‘ skráðir félagar samtakanna. Þau vinna nú að uppbyggingu sögustofu í Eiðaskóla og óska aðstoðar Eiðamanna við það verkefni. Lokaorð og tillögur Nú er Fljótsdalshérað á góðri leið með að verða skógi og kjarri vaxið milli fjalls og fjöru eins og forðum daga. Það má m.a. þakka þeim ‚ljósaskipt- um‘ sem urðu í Eiðahólma á fyrri hluta aldarinnar. Hvað gróður varðar sker hólminn sig því ekki leng- ur mikið frá umhverfi sínu. Hins vegar er Eiðahólmi einn merkasti sögustaður á Héraði og margt gamalt fólk ber hlýjar tilfinningar til hans. Hann er á ýmsan hátt samsvarandi staður og eyjan Slúttnes í Mývatni, sem varð heimsfræg á 19. öld, fyrir gróðursæld og fuglalíf, sem um var annast. Báðar þessar eyjar eru náttúrugarðar. Gömlu barrtrén í hólmanum eru

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.