Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 85
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201084
dregur nafn sitt af, og nutu fundargestir þar veitinga
í sól og blíðu.
Hátíðarkvöldverður
Um kvöldið var svo boðið til hátíðarkvöldverðar og
kvöldvöku á Hótel Selfossi í boði Skógræktarfélags
Árnesinga. Eftir fordrykk í boði umhverfisráðherra
stýrði Guðni Ágústsson fjölbreyttri dagskrá. Meðal
annars færði Skógræktarfélag Íslands þeim skóg-
ræktarfélögum sem áttu tugaafmæli á árinu árnað-
aróskir félagsins, en það voru Skógræktar- og land-
verndarfélagið undir Jökli (20 ára), Skógræktarfélag
Strandasýslu (60 ára), gestgjafar fundarins, Skóg-
ræktarfélag Árnesinga (70 ára) og Skógræktarfélag
Eyfirðinga (80 ára). Auk þess átti Skógræktarfélag
Vestmannaeyja 10 ára afmæli, en fulltrúi þess félags
hafði því miður ekki tök á að koma á kvöldvökuna.
Þóra Gylfadóttir sópran söng nokkur vel valin lög.
Einnig lék Jón Kr. Arnarson nokkur lög á gítar. Jón
Skeiðungur Bjarnason fékk svo gesti út á dansgólfið
og spilaði fyrir dansi fram á nótt.
Sunnudagur 30. ágúst
Afgreiðsla reikninga
Reikningar voru samþykktir samhljóða.
Afgreiðsla tillagna
Ein tillaga að ályktun lá fyrir fundinum og var hún
samþykkt. Einnig voru lagðar fram tvær tillögur á
sunnudeginum, um skipun nefndar til að gæta hags-
muna skógræktar í yfirstandandi viðræðum við Evr-
ópusambandið og um stefnu í náttúruvernd, og var
þeim báðum vísað til stjórnar án umræðu.
Ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands
á Selfossi 2010
Skógræktarfélag Íslands fagnar 80 ára afmæli á
þessu ári, en félagið var stofnað á Alþingishátíðinni
á Þingvöllum árið 1930. Félagið hefur frá upphafi
lagt áherslu á skógrækt og endurheimt skógi vaxins
gróðurlendis. Skógræktarhreyfingin hefur jafnframt
unnið markvisst að eflingu skógræktar og útbreiðslu
þekkingar á því sviði. Á þeirri löngu vegferð hefur
margt áunnist þrátt fyrir að starfið hafi oftar en ekki
mætt andbyr og áföll hrjáð trjágróður og skóga.
Hlutverk skógarins í umhverfi Íslands hefur lengi
verið vanmetið. Skógar gegna mikilvægu hlutverki
í náttúru landsins. Rætur trjánna binda jarðveg,
skógurinn dregur úr vindi og rofi og kemur í veg
Óskar Þór Sigurðsson setur niður hið snotrasta perutré í
Hellisskógi, með aðstoða sona sinna. Mynd: BJ
Óskar Þór Sigurðsson (t.v.) var gerður að heiðursfélaga
Skógræktarfélags Íslands og tekur hér við blómvendi frá
Magnúsi Gunnarssyni. Í bakgrunni má sjá þrjá bautasteina
sem afhjúpaðir voru. Mynd: BJ