Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 33

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 33
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201032 vel sem nokkurs konar „samkeppnisaðila“ við aðra landnýtingu. S.l. vetur mátti lesa viðtal í Bænda- blaðinu við merkan ræktunarmann. Hann vildi vara við að taka land til skógræktar sem fremur mætti nýta til ræktunar korns og annarra nytjaplantna. Spyrja má hvort skógur geti ekki verið einnig til nytja! Sjálfsagt er að líta á að skógrækt þarf alls ekki að keppa um landnýtingu við aðra landnotkun, öðru nær. Ræktun skóga byggist á allt öðrum forsendum. Oft eru hentugustu spildurnar til skógræktar, t.d. neðsti hluti fjallshlíða, mjög óhentugar til túnræktar og þaðan af síður til kornræktar. Fjallshlíðar hafa verið nýttar sem beitarhagar. En er skógræktin að þrengja að slíkri landnotkun nema tímabundið? Þegar skógurinn er kominn vel á legg, þá ætti hófleg beit að vera eðlilegur þáttur í landnýtingu. Skógur getur orðið annarri landnýtingu til mjög mikils gagns. Þekkt er að skjólbelti bæta mjög land- gæði, auka frjósemi gróðursins með skjóli og nokk- uð hækkuðu hitastigi sem flýtir vexti og þroska. Þá bætir skóglendi vatnsheldni jarðvegsins. Klemens Kristjánsson kornræktarfrömuður á Sámsstöðum kannaði sérstaklega áhrif skjólbelta á þroska og þunga korns og ritaði a.m.k. tvær greinar í Ársrit Skógræktarfélags Íslands, þá fyrri 1955 um tilraunir með skjólbelti í þágu kornræktar og aftur 1976 merka grein um árangur í kornrækt af skógarskjóli 26. Um innflutning dýra, fólks og gróðurs til Íslands Í meira en 1100 ár hefur verið umtalsverður flutningur dýra, fólks og gróðurs af ýmsum uppruna til landsins. Margt hefur ílenst hér, aðlagast og dafnað vel og æymsar tegundir eru fyrir löngu viður- kenndir „þegnar“ landsins. En innfluttar trjátegund- ir og þá fyrst og fremst barrtré hafa verið tekin með tortryggni. Hverju má þetta sæta? Af hverju er ekki eins mikil umræða um hvort takmarka eða jafnvel banna eigi innflutning á ýmsum dýrategundum sem kunna að vera varhugaverðar og jafnvel hættulegar bæði mönnum og öðrum skepnum? Þannig er lítið eða jafnvel ekkert amast við grimmum hundateg- undum sem glefsa, bíta og meiða, ef eigandi þeirra reynist vanhæfur til að hafa gott eftirlit með þeim. Þúsundir fólks hafa flust til Íslands á liðnum árum Frá útsýnisstað við Hrafnagjá: Þingvallaskógur í haustskrúða. Kjölur til vinstri ásamt Búrfelli hulið þoku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.