Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 89
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201088
stofnunum sem lagt hafa félaginu lið í margvíslegum
verkefnum sem það hefur staðið fyrir til að gera
skógræktarsvæðin sýnilegri og aðgengilegri fyrir al-
menning.
Skógræktarfélag Íslands er fjöldahreyfing sem hef-
ur mikilvægu hlutverki að gegna, ekki síður á nýrri
öld en þeirri liðnu. Markvisst starf aðildarfélaganna
skilar okkur betra landi viði vöxnu, sem ókomnar
kynslóðir munu njóta.
Kosningar
Gunnlaugur Claessen baðst lausnar frá stjórnar-
setu, vegna anna við dómsstörf í kjölfar bankahruns.
Aðalsteinn Sigurgeirsson átti að ganga úr stjórn, en
gaf kost á sér áfram og hlaut kosningu. Einn var í
framboði til stjórnar, Páll Ingþór Kristinsson, Skóg-
ræktarfélagi A-Húnvetninga, og var hann því sjálf-
kjörinn.
Sem varamenn voru kosin Sigríður Heiðmunds-
dóttir, Skógræktarfélagi Rangæinga, Vilhjálmur
Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands, og
Kristinn Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Reykjavík-
ur.
Fundarlok
Gunnar Njálsson, Skógræktarfélagi Eyrarsveitar, til-
kynnti að félagið væri búið að bjóða til næsta aðal-
fundar árið 2011 og bauð alla fulltrúa velkomna.
Bjarni O.V. Þóroddsson, formaður Skógræktar-
félags Akraness, bauð til aðalfundar á Akranesi árið
2013.
Kjartan Ólafsson þakkaði fundargestum og árétt-
aði mikilvægi funda og samskipta skógræktarfólks.
Magnús Gunnarsson þakkaði Skógræktarfélagi
Árnesinga og öðrum sem komu að skipulagi fundar-
ins fyrir. Hann bauð nýja stjórnarmenn velkomna og
áréttaði að í hönd færi hátíðardagskrá á Þingvöllum
í tilefni 80 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands. Að
lokum þakkaði hann fundargestum fyrir góðan fund
og sleit svo fundi formlega.
Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga, flytur ávarp í Tryggvagarði. Mynd: BJ