Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 57

Skógræktarritið - 15.10.2010, Side 57
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201056 Eiðahólmi og „ljósaskipti á leiðum“ Höfundur Helgi Hallgrímsson Eiðavatn og Eiðahólmi Eiðavatn er stærsta stöðuvatn á láglendi Héraðs, að undanskildum Leginum og fleiri vötnum (flóum) í Lagarfljóti, eða 1,2 km2, og 3 km langt. Það er 32 m yfir sjávarmáli, 12 m hærra en Lagarfljót, skilið frá því af eiði sem bærinn er líklega kenndur við. Vatnið er að hluta til nokkuð djúpt. Það er tvískipt á lang- veginn af um 2 km löngum tanga, sem gengur út í það sunnan frá og heitir Stórihagi. Vestan við hann eru þrír hólmar, leifar af öðrum tanga sem hét Litli- hagi. Tangarnir voru þvergirtir með görðum og not- aðir til vörslu gripa. Innan til á Stórahaga voru árið 1982 reist 17 orlofshús í eigu BSRB og liggur þangað sérstakur vegur af þjóðvegi skammt utan við Eiða. Eiðahólmi séður úr Hagasporði í Stórahaga, 11. ágúst 2004. Yfir þetta sund var fólk oftast ferjað í hólmann. Mynd: HH Eiðahólmi er í Eiðavatni á Fljótsdalshéraði, vaxinn birkiskógi og blómgresi frá fornu fari. Ungmenna- félagið Þór í Eiðaþinghá gerði hólmann að samkomustað sínum um 1910, lagði stíga og plantaði nýjum trjátegundum í skóginn. Eiðahólmi er einn elsti náttúrugarður á Íslandi, sambærilegur við Slúttnes í Mývatni. Nálægð Búnaðarskólans og síðar Alþýðuskólans á Eiðum hafði sín áhrif í þessu efni, og 1921 urðu samkomur í hólmanum fastur liður Eiðamóta, sem Eiðasambandið stóð fyrir á sumrin í 20 ár. Þannig varð hólminn táknmynd ræktunar lands og lýðs á Austurlandi. Þar urðu „ljósaskipti á leiðum“, eins og Stephan G. orðaði það. Þessi merki sögustaður hefur fallið í gleymsku og þangað koma nú fáir. Hann ætti þó að geta orðið mikilvægur hlekkur í endurreisn Eiða sem menningarseturs.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.