Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 8
7SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010
Hátíðardagskrá á Þingvöllum
Í framhaldi af aðalfundi Skógræktarfélags Íslands
var haldið upp á 80 ára afmæli Skógræktarfélags Ís-
lands í Stekkjargjá á Þingvöllum, en þar var félagið
stofnað á Alþingishátíðinni 27. júní 1930. Mættu vel
á annað hundrað manns á afmælishátíðina – fundar-
gestir af aðalfundinum, sendiherrar og fulltrúar frá
sendiráðum Kína, Kanada, Bretlands, Noregs og
Rússlands, auk annarra góðra gesta.
Safnast var saman við Furulund og hófst formleg
dagskrá svo með því að séra Gunnþór Ingason,
prestur á sviði þjóðmenningar, leiddi gesti þaðan
upp í Stekkjargjá, en þar tók á móti hópnum skóg-
fræðingurinn og Íslandsvinurinn Alexander Robert-
son með sekkjapípuleik.
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags
Íslands, steig fyrstur upp í pontu og bauð fundar-
gesti velkomna. Því næst flutti séra Gunnþór bæn og
blessun. Magnús hélt svo sitt hátíðarávarp. Næstur
upp í pontu var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, með ávarp. Seinastur á mælendaskrá
var Sigurður Pálsson skáld, sem flutti ljóðabálk með
sex ljóðum, sem hann samdi sérstaklega af þessu til-
efni.
Inn á milli ávarpa söng svo Karlakór Hreppa-
manna, undir stjórn Edit Molár, vel valin lög. Form-
legri dagskrá lauk svo með því að Alexander Ro-
bertson leiddi gesti aftur til baka í Furulundinn með
sekkjapípuleik, en í Furulundinum var boðið upp á
„skógarveitingar“ – kaffi og kakó, flatkökur með
hangikjöti, kleinur, ástarpunga og að sjálfsögðu hina
girnilegustu afmælisköku.
Alexander Robertson leiðir afmælisgesti inn í Stekkjargjá.
80 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands