Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 22

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 22
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201120 Fyrsta myndin frá 14. október síðastliðnum sýnir bakka með óflokkuðum plöntum af hlíðarkvæmi (úr 1650–1750 m h.y.s.) og síðan hvernig flokkaðist í: 2a. beinar og óskaddaðar plöntur, 2b. beinar plöntur sem höfðu misst endabrumið fyrsta veturinn og 2c. mikið skemmdar plöntur sem er hent. Evrópulerki úr háfjallalaginu, ofar en 1750 m h.y.s. virðist gefa fleiri beinar og fallegar plöntur, samanber þessar myndir sem sýna: 1. bakkann með plönturnar óflokkaðar þann 14. október síðastliðinn, 2. beinar og óskemmdar plöntur (hátt hlutfall af þeim í þessum bakka) og 3. það litla sem fór í frákast af þessu kvæmi. Allar trjátegundir í íslenskri skógarplöntufram- leiðslu eru blekktar með skyggingaraðferðinni sitt fyrsta sumar. Hefur það alvarlegar afleiðingar hjá tegundum eins og evrópulerki og myrkárþöll, sem ljúka vexti fullseint á náttúrulegan hátt, án skygg- ingaraðferðarinnar. Afleiðingin er miklu meiri af- föll eftir gróðursetningu í skógræktarreitum lands- ins, eins og greinilega hefur margoft komið fyrir hjá evrópulerki. Það er skiljanlegt að menn missi áhuga á tegund, sem drepst í stórum stíl fyrstu árin eftir gróðursetningu, af því flestar skógarplönturnar kunnu ekkert á íslenska ljóslotu. Fyrir utan óvænt sumarfrost, sem eru sem betur fer sjaldgæf, þá má alltaf reikna með snemmfrostum undir haust, sem skaða plöntur sem hafa tilhneigingu til síðvaxtar. Plöntur af evrópulerki framleiddar á hefðbundinn hátt hefði þurft að gróðursetja tvöfalt til fjórfalt þéttar en aðra tegundir, til að nægilegur fjöldi bein- vaxinna plantna stæði eftir á hektara og gæfi af sér nægilegar viðarnytjar er fram liðu stundir. En hver vildi borga tvisvar til fjórum sinnum meira fyrir plöntur á hektarann? Hlýnun jarðar og meðfylgjandi hækkun meðal- hita á sumrin breyta tæplega ljóslotuáhrifum á vöxt trjánna. Auk þess sem óvænt snemmfrost undir haust eru alls ekki úr sögunni þrátt fyrir hlýnunina. Ef enn er áhugi á að nýta nýjar trjátegundir sem þola betur hlýnandi loftslag, eins og til dæmis evrópulerki og myrkárþöll, verður að breyta framleiðsluaðferð- inni. Stærri og eldri plöntur eru vissulega kostnaðar-

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.