Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 40

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 40
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201138 Föstudagur 3. september Veður var gott þennan dag. Eftir að við höfðum fylgt hópnum sem var á heimleið út á flugvöllinn í Sørvági kíktum við aðeins með Tróndi á gróðursetningar við Vatnsoyrar við norðurenda Sørvágsvatns en gróður- setning þessi var ætluð til að auka fuglalíf. Aðallega var þetta gráselja (Salix cinerea) og eyrnavíðir (Salix aurita). Síðan var haldið til Miðvága. Þar tók bæjar- stjórnin á móti okkur og bauð til hádegisverðar í gamalli uppgerðri byggingu í eigu bæjarins. Undir málsverðinum var sagt í máli og myndum frá Hans Kristoffuri á Ryggi sem ræktaði fjölbreyttan skraut- garð við heimili sitt frá lokum 19. aldar. Var Hans langt á undan sinni samtíð og vakti garður hans verð- Færeyjar – framhaldsferð 3.- 6. september 2010 Höfundur Steinar Björgvinsson Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir fræðsluferð til næstu nágranna okkar og frænda í Færeyjum dagana 30. ágúst til 3. september 2010. Leiðsögumaður í ferðinni og einn aðal skipuleggjandi hennar var Tróndur Leivsson, landsskógarvörður í Færeyjum. Ítarlega var fjallað um þá ferð í síðasta Skógræktarriti. Hluti ferðalanganna fór í framhaldsferð 4.–6. september og hélt áfram að skoða menningu og náttúru Færeyja og verður sagt frá þeirri ferð í þessari grein. Lendingin í Gjógv. Mynd: Árni Þórólfsson (ÁÞ)

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.