Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 86

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201184 sett þar mjög markvisst í um 150 hektara svæði á síðastliðnum 20 árum. Árangurinn er fram úr björt- ustu vonum. Sérstaklega fannst okkur áhugavert að sjá hversu vel heppnaðir blandskógar lerkis og stafa- furu virtust vera. Þó svo að lerkið væri að jafnaði enn sem komið er nokkuð á undan furunni í vexti þá fannst okkur sem furan væri að sækja á og ekki mikil hætta á lerkið næði að kaffæra hana áður en kæmi að fyrstu grisjun. Ætla má að lerkið geti bætt vaxtarform og viðargæði stafafur- unnar með því að þrengja að henni og veita henni þar með mikla sam- keppni fram að fyrstu grisjun. Áfram lá leiðin út í Hróarstungu meðfram Fljótinu en þetta svæði kom inn í Héraðsskóga árið 2000. Við keyrðum fram hjá víðfeðmum gróðursetningum í landi Dagverð- argerðis, Vífilsness, Vífilsstaða og Heykollsstaða. Allt virtist þetta vera meira og minna samfellt skógræktar- svæði og ekki annað að sjá en ár- angur væri enn sem komið er mjög góður. Enn var ekið og farið yfir Fljótið hjá Lagarfossvirkjun og yfir í Hjaltastaðaþinghá. Við stoppuðum á Víðastöðum, ystu skógræktarjörð- inni í Hjaltastaðaþinghá. Nú vorum við um 80 kíló- metrum utar en innsta skógræktarjörðin í Fljótsdal og einungis um 10 km frá hafi. Margir höfðu efasemdir um skógrækt svo utarlega á Héraði þegar hafist var handa við nytjaskógrækt á Víðastöðum árið 2000. Árangurinn kom okkur svo sannarlega á óvart og skemmtilegt að sjá hversu vel elstu gróðursetningarnar virtust dafna. Hlutfall gróðursettra tegunda í Héraðsskógum árin 1991– 2010. Heimild: Héraðs­ og Austurlandsskógar. Horft til suðurs frá Miðhúsaseli.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.