Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 30

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 30
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201128 Einnig voru settar niður á fjórða þúsund hvítgreni og þrjár tegundir fura (fjallafura, skógarfura og sta- fafura), alls um sjö þúsund plöntur og var það mest stafafura. Furan hefur ekki gengið nógu vel, fjalla- og skógarfuran fóru endanlega í slæmum árum við upp- haf níunda áratugarins og elsta stafa furan hefur látið á sjá. Rauðgrenið hefur einnig þrifist illa, en tórir þó. Lerki var nokkuð sett niður af (um 5.500 plöntur), ásamt um 500 broddgreniplöntum og á þriðja þús- und lauftrjáa (reynir, ösp, víðir). Á Ári trésins árið 1980 fékkst svo viðbótarland við svæðið, norðan svæðis 2 (sjá uppdrátt). Starf við gróðursetningu – stuðningur við verkefnið Í 30 ár vann siglfirskt æskufólk meira og minna á hverju vori að gróðursetningu undir stjórn og leið- sögn Jóhanns Þorvaldsonar á Skarðdalssvæðinu. Var lítil aðstaða á svæðinu þá, nestis var neytt undir berum himni eða leitað í gamalt kindahús ef 5 1 4 2 3 Lionshúsið nýlega afhent. Ræktunarsvæði félagsins í gegnum tíðina. Upphaf ræktunar var á svæði 1 og svæði 5 er það nýjasta.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.