Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 15
13SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
Kvæmi evrópulerkis
Gömlu evrópulerkitrén komu upprunalega frá Dan-
mörku skömmu eftir aldamótin 1900 eins og lesa
má um í ritinu Islands skovsag.2 Hvaðan þau kvæmi
voru í Alpafjöllum hefur ekki tekist að rekja.
Í fræskrá Baldurs Þorsteinssonar, sem nær til
ársins 1992,1 eru upplýsingar um 28 kvæmi af evr-
ópulerki, sem var sáð til á árunum 1954 til 1991
á Tumastöðum, Hallormsstað, Vöglum, Akureyri,
Mógilsá, í Fossvogi og hjá ýmsum einstaklingum.
Mörg kvæmanna eru sótt til efstu skóganna í Alpa-
fjöllum, úr 1750–2000 metra hæð, önnur eru frá
láglendari svæðum í Þýskalandi, Póllandi, Slóvakíu,
Skotlandi og Noregi.
Haustkal og margs konar önnur óáran grönduðu
mörgum trjánna strax fyrstu árin og sum kvæmin
finnast alls ekki lengur. Eftir standa nokkrir skógar-
lundir, þar sem mikill hluti trjánna er með bugðótta
stofna, en alltaf einhver tré einnig alveg þráðbein!
Fjarlæging á ónýtum trjám og grisjun hefur dregið
Fjórar kynslóðir við skógarmörk rétt hjá áningarstaðnum Moosalp í 2200 m h.y.s., ofan við þorpið Törbel í Vallais
kantónu í SuðurSviss. Sjá má ungviði fremst á myndinni, öldunginn hrakinn og beygðan af illviðrum síðustu 200–400
ára, unglega þyrpingu beinna lerkitrjáa og litlar sembrafurur að tosast upp framan við lerkið.
i Þröstur Eysteinsson og Þórarinn Benedikz, 2009, bls. 71.
fram betri trén, til dæmis í einni samanburðartilraun
í Hallormsstaðarskógi frá 1967,5 þar sem kom í ljós
að „tilhneiging var til þess að form stofns væri ívið
skárra eftir því sem kvæmið var úr meiri hæð yfir
sjávarmáli, en hún var ekki marktæk sökum þess
hvað tilraunin var lítil og lifun léleg“.i Kvæmin í til-
rauninni voru úr 450–1400 metra hæð, úr láglend-
um skógum og hlíðarskógum. Ekkert kvæmi var úr
háfjallaskógi. Tæpast kemur á óvart, að kvæmið
úr 1400 metra hæð er ívið skárra eftir öll þessi ár,
heldur en hin sem voru sótt neðar í hlíðum.
Samanburðartilraun frá 1996–1998
Í nýrri samanburðartilraun, sem gróðursett var á
nokkrum stöðum árin 1996–1998,4 var lögð áhersla
á að prófa evrópulerkikvæmi frá sem stærstum
hluta útbreiðslusvæðis þess, jafnt úr láglendum
skógum sem upp til efstu skóga í háfjöllum. Til-