Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 93

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 93
91SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 er reyndar að mestu viður hengibjarkar. Finnar hafa gert birkið að einkennistré finnskra húsgagna og gera mikið af því að líma viðinn saman í límtrés- einingar sem forma má á ýmsa vegu. Danir hafa farið svipaða leið með beykið sem er einkennisviður danskra húsgagna. Eldtungur finnast stundum í birki, gráelri og garðahlyni. Þær myndast þegar árhringir bylgjast, lárétt eða lóðrétt. Einkenni á lifandi trjám er grófur börkur og/eða skorur í berki. Í fullunnum smíðis- grip mynda eldtungur mynstur sem virðist vera í þrívídd. Augnviður myndast í birki þar sem stór dvalarbrum eru í stofni eða þegar árlega vaxa nýjar dverggreinar, sem fæstar lifa lengur en eitt sumar. Auðvelt er að finna þetta í lifandi trjám. Mösur myndast þegar síendurteknar smásprengingar verða í vaxtarlagi trjábolsins. Ekki er auðvelt að finna þær en smáar holur eða egglaga kúlur í berkinum eru þó vísbending. Eftir að tréð er fellt má þekkja mösur á því að V-laga strik sjást í þversniðinu með V-oddinn inn að miðju. Ösp Kostur asparviðar er hversu léttur hann er og dökkn- ar lítið með árunum. Innanhúss helst ösp ljós í það óendanlega. Enginn trjákvoða er í viðnum en hins vegar mikið loft og hitaleiðni er því lítil. Viðurinn einangrar þess vegna vel. Ókostur er að viðurinn fúnar hratt, einkum um kvisti. Rýrnun við þurrkun er lítil. Yfirborð verður oft „ullið” eða matt og til að komast hjá því verða verkfæri að vera beitt. Nota má hina beinu boli alaskaaspar með svip- uðum hætti og boli grenis og furu við húsbygg- ingar. Sem burðarviður er styrkleiki aspar svipaður og barrtrjáa. Ösp er hentug í klæðningu utanhúss, viðurinn gránar hratt og verður silfraður innan fárra ára. Þrátt fyrir að engin náttúruleg fúavarnarefni séu í ösp er hægt að nota hana utanhúss án fúavarnar, þar sem hún þornar hratt og því er sá tími sem fúa- sveppir eru virkir stuttur. Alaskaösp myndar oft gráan falskan kjarna sem fúnar oft. Ræktun aspa erlendis byggir mikið á sparblendingum eða blæösp sem ekki mynda gráan kjarna. Víðir Viður allra víðitegunda er með svipaða eiginleika og asparviður. Viðinn er auðvelt að þurrka. Allmikil sútunarsýra er í honum og að auki deyfiefnið salicyl­ sýra. Þess vegna getur verið óþægilegt að vinna blautan víði í lokuðu rými. Til smíða koma einkum tvær tegundir til greina. Alaskavíðir er ekki með sterkan við, en er mjög auðveldur í ræktun og getur myndað vel nýtanlega stokka á um 15–20 árum. Viðurinn er léttur, ljós og auðunninn. Kjarnviður myndast fljótt, en er óreglu- legur þar sem hann fylgir ekki alveg árhringjum. Hin tegundin er selja sem er stórvaxnasti víðir sem vex hér á landi. Kjarnviður myndast fljótt í selju. Hann er óreglu- legur, fylgir ekki árhringjum og er rauður eða rauð- brúnn á litinn, og oft sjást brúnar rendur í viðnum. Viður selju er aðeins þyngri en grenis en hins vegar nokkuð veikari viður. Hún er auðkleyf, en snúningur er oft í trjábol sem takmarkar lengd borða. Rauður viður seljunnar minnir nokkuð á kirsuberjavið og er vel nothæfur í húsgögn og í handverk. Diskur úr alaskaösp. Asparviður er ljós og léttur. Skál úr alaskavíði sem er með brúnan kjarnvið. Viður selj­ unnar er rauðleitur og bjartur. Þessar tegundir má fara að nýta eftir um 15–20 ára vöxt.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.