Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 50

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 50
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201148 Þá þjónustu sem náttúran veitir má rannsaka á hagrænan hátt og fá þannig verðgildi einstakra þjónustuþátta. Þjónustuþættina er síðan hægt að meta sameiginlega, meðal annars þegar nýtingarstefna er mótuð fyrir ákveðin svæði eða ákveðna þjónustuþætti. Skortur á hagrænu mati á fjölþættri þjónustu náttúrunnar leiðir oft til þess að ákvarðanir eru teknar einungis á forsendum um hagnað af beinni og einhæfri nýtingu auðlinda, en ekkert tillit er tekið til fjölþættra annarra verðmæta sem spillast við nýtingu. Heildstætt hagrænt mat á öllum þjónustuþáttum er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að meta hvort verið sé að fórna meiru fyrir minna við nýtingu. Mat á virði þjónustu náttúrunnar hefur fram til þessa ekki verið framkvæmt hérlendis í neinum teljandi mæli og er Ísland mikill eftirbátur annarra vestrænna þjóða hvað þetta varðar. Í hagfræði er hugtakið verðmæti byggt á síðklassískri velferðarhagfræði. Samkvæmt kenning� um hennar er allt sem eykur velferð mannsins skil� greint sem ábati eða verðmæti.1 Verðmæti í samhengi náttúrunnar felur því langtum meira í sér en einungis þann ábata sem hlýst af beinni notkun. Almennt eru verðmæti flokkuð eftir því hvort þau stafa af beinni notkun (use values), af óbeinni notkun (passive use values) eða eru algjörlega óháð notkun (non-use values) á umræddum þjónustuþáttum. Skil á milli verðmæta sem stafa af óbeinni notkun og þeirra sem eru óháð notkun eru oft óljós og hafa þau því gjarn� an verið flokkuð saman. Til þeirra heyra tilvistar� gildi (existence value), erfðagildi (bequest value) og valréttargildi (option value). Tilvistargildi er sá ábati sem einstaklingar hljóta af því einu að vita af tilvist tiltekinna náttúrugæða þó svo þeir hafi engin áform um að nýta sér þjónustu þeirra. Erfðagildi er sá ábati sem einstaklingar hljóta af því að tiltekin náttúru� gæði verði til staðar fyrir afkomendur sína í fram� tíðinni. Valréttargildi er sá ábati sem einstaklingar hljóta af þeim valkosti að geta mögulega átt færi á því að nýta sér tiltekin náttúrugæði í framtíðinni og er það sérstaklega viðeigandi mælikvarði á verðmæti þegar verið er að íhuga óafturkræfar breytingar á náttúrugæðum. Heildarverðmæti í hagrænum skiln� ingi er samanlagður ábati eða verðmæti sem stafar af beinni og óbeinni notkun auk tilvistar�, erfðagildis� og valréttargildis. Innan umhverfishagfræðinnar eru velþekktar og viðurkenndar verðmatsaðferðir fyrir vöru og þjón� ustu sem ekki er seld á markaði. Þær skiptast í að� ferðir afhjúpaðs vals (revealed preferences methods) og aðferðir yfirlýsts vals (stated preferences met- hods)6. Aðferðir afhjúpaðs vals leitast við að meta greiðsluvilja neytenda fyrir ákveðna þjónustuþætti út frá hegðun þeirra á markaði eða mörkuðum sem eru nátengdir viðkomandi þjónustu. Á meðal þessara aðferða eru: Hagrænt virði þjónustu vistkerfa Heiðmerkur Höfundar Brynhildur Davíðsdóttir Samfélög mannsins eru umlukin náttúrunni og háð henni um efnivið og orku auk margvíslegrar annarrar þjónustu sem er lífsviðurværi mannsins nauðsynleg, svo sem miðlun og hreinsun vatns og binding kolefnis. Þjónusta náttúrunnar er samheiti yfir þær afurðir og þjónustu sem náttúran eða nátt- úruauðurinn gefur af sér og maðurinn notar í sínu sértæka hagkerfi. Gríðarleg verðmæti eru fólgin í þjónustu náttúrunnar og eru þau verðmæti bæði bein og óbein, þar sem sum þessara verðmæta ganga kaupum og sölum en önnur eru nýtt án þess að neytandinn greiði fyrir notin. Þau eru þó ekki minna virði. Miklu máli skiptir að nýta náttúruna af skynsemi og fyrirhyggju, enda er velsæld mannsins aug- ljóslega nátengd viðhaldi náttúruauðs og sjálfbærri nýtingu þjónustu náttúrunnar.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.