Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 16

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 16
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201114 raunin er ennþá of ung til að hægt sé að mæla með einu kvæmi umfram annað, en hún sýnir hversu óútreiknanlegt evrópulerkið getur verið. Skemmdir af völdum haustkals má finna í miklum mæli hjá öllum kvæmunum. Breytileiki milli trjáa innan hvers kvæmis er einnig gríðarlegur með tilliti til haustkals. Áberandi er, að háfjallakvæmin sýna einnig miklar tilhneigingar til að verða fyrir alvarlegu haustkali. Tilraunin er of ung til að gefa marktækar niður- stöður, en þó virðist sem tilhneiging sé til að fleiri tré séu með gott vaxtarlag og beina stofna, þess ofar í fjöllin sem kvæmið var sótt.4 Þessi vísbending segir skógarplöntuframleiðendum, að betra sé að treysta á kvæmin í Alpafjöllum úr efsta hæðarlaginu, 1750–2200 metra hæð, að minnsta kosti þangað til nákvæmari niðurstöður fást úr ofangreindri tilraun þegar trén eru orðin um áratug eldri. Einnig eru vísbendingar um að evrópulerki spjari sig betur í hallandi landi. Mátti sjá það í lerkitilraun- inni í Holtsdal í mars 2010, að meira virtist vera um léleg tré eða að tré vantaði í raðirnar, þar sem trén höfðu verið gróðursett í láréttari fleti.3 Margreynt er að flatt land býður upp á meiri hættu á kyrrstæðu næturlofti sem kólnar niður fyrir frostmark alveg við yfirborðið, þó að hitinn mælist yfir núlli í staðlaðri veðurathugunarstöð í 2 metra hæð á sama stað. Teg- undir, sem hætt er við haustkali, verður að staðsetja í landslaginu, þar sem kalt næturloft rennur frá þeim. Ætla má að plöntur af fræi frá skógarmörkum kunni almennt betur á stutta sumarið okkar, held- ur en plöntur ættaðar neðar í hlíðunum, þar sem meðalhitinn er hærri. Vísbendingar um fleiri tré með betra vaxtarlag hjá háfjallakvæmum benda til þess hjá evrópulerki. Í samanburðartilrauninni með 39 kvæmi af evr- ópulerki í Holtsdal4 sést berum augum hversu bein- vaxin trén eru, sem ættuð eru úr 1750 metra hæð fyrir ofan bæinn Celerina í Engadindalnum í Austur- Sviss. Önnur tré úr 2100 metra hæð ofan við þorpið Törbel í Suður-Sviss eru einnig ótrúlega beinvaxin. Fleiri kvæmi lofa góðu, t.d. eitt sem kennt er við Sandvika í Noregi, en uppruni þess er óþekktur Ójafnvægi í aðlögun að næturlengd við flutning plantna tæplega 20 breiddargráður í norður, veldur miklum síðvexti og hliðargreinamyndunum á toppsprotanum. Sést oft á evrópulerki hérlendis. Það skiptir engu þó plantan sé tekin við skógarmörk í heimkynnum sínum. Nógu löng nótt í heimkynnum um 15. ágúst sá til þess að sprotinn stöðvaði vöxt í tíma. Sama langa nótt kemur ekki fyrr en 2–4 vikum seinna hérlendis.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.