Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 43

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 43
41SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Laugardagur 4. september Veður var ágætt þennan morgun. Við pökkuðum saman því ekki átti að gista aðra nótt í Giljanesi. Ég flýtti mér að pakka þar sem ég sá út um gluggann að búið var að ræsa rútuna og opna farangursrýmið. Skipt hafði verið yfir í minni rútu daginn áður eftir að stærsti hluti hópsins fór heim. Ég hafði þó tíma að fá mér smá árbít með hinum. Svo þegar við förum út er rútan horfin! Bílstjórinn kemur og virðist einnig undrandi á þessu. Hann fer að svipast um ásamt fé- laga sínum og þá kemur í ljós að rútan hefur runnið af stað mannlaus niður stæðið við farfuglaheimilið yfir veginn fyrir neðan og tekið með sér grjóthnull- ung við brúnina og steypst niður brekku og hafnað á klettum niðri í fjöru. Hún var öll skökk og rúður brotnar en ennþá í gangi. Eins og gefur að skilja varð uppi nokkur fótur og fit. Dró nú að fólk og eftir all nokkra stund birtist lögreglan. Loks var afráðið að haldið skyldi af stað á þeirri stóru sem notuð hafði verið allan fyrri hluta ferðarinnar. Sú litla var klár- lega ónýt eftir þessa uppákomu! Nú var haldið til Gásadals sem einnig er á eynni Vágar. Gásadalur var lengi vel ein einangraðasta byggð Færeyja. Nokkur hús eru í Gásadal en þar búa fáir. Árið 2006 voru opnuð jarðgöng til Gásadals en áður þurfti að ganga stíg sem liggur upp bratta fjalls- hlíð og nær upp í 400 m h.y.s. til að komast í kaup- stað. Ekkert almennilegt bátalægi er við ströndina en þar létu Bretar þó gera ógnar langar tröppur á hernámsárunum í kringum 1940 úr fjörunni og upp en Gásadalur stendur talsvert hátt ofan við yfirborð sjávar og síðan eru björg í sjó fram. Á leiðinni til baka frá Gásadal var komið við í Bøur. Þar var verið að setja upp útimarkað þegar okkur bar að garði. Sumir í hópnum gerðu þarna reyfarakaup! Næst var stefnan tekin til Streymeyjar með við- komu í kirkjunni í Sandvági þar sem gefur að líta rúnasteina o.fl. Næst var komið til bæjarins Kví- víkur á Streymey en þar má sjá minjar um byggðir víkinga. Næst var stefnan tekin á Saksun með við- komu í kirkjunni í Hvalvík sem er frá árinu 1829. Í Saksun er bóndabýlið Dúvugarður sem er frá því fyrir 17. öld. Það er að hluta til byggðasafn í dag sem fróðlegt var að skoða. Síðan var haldið yfir á Eysturey og haldið til Gjógv þar sem gist var á Gjáargarði. Byggðin dregur nafn Tjörnuvík. Þar búa um 70 manns. Mynd: ÁÞ

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.