Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 31
29SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
illa viðraði.. Í upphafi var þessi vinna alger sjálf-
boðavinna en þegar á leið gat skógræktarfélagið
greitt sínu unga starfsliði nokkra þóknun. Nú hin
síðari ár hefur bæjarfélagið komið meira og meira
inn í myndina og borgar nú laun flokksstjóra og
unglinga sem vinna í skógræktinni í júní og júlí
– mislangan tíma eftir aldri. Auk þessa hefur það
veitt félaginu fjárstyrk allnokkur síðustu ár og ber
að þakka þeim góðan stuðning. Þá hafa Lions – og
Lionessu-klúbbar Siglufjarðar verið feiki öflugir
styrktaraðilar. Má þar telja til litla skógarhúsið ofan
heimreiðar að Skarðdal sem Lionsmenn byggðu og
afhentu félaginu 31. maí 1984, og uppfylltu þar með
langþráða ósk skógræktarfólks um sitt eigið afdrep
á svæðinu. Gjöf þessi var í tilefni af 75 ára afmæli
Jóhanns Þorvaldssonar þann 16. maí. Auk hennar
var stofnaður styrktarsjóður Lions við skógræktar-
starfið. Á 40 ára afmæli klúbbsins árið 1990 voru
skógræktarfélaginu afhentar rúmlega 400.000 krón-
ur. Þetta var viðurkenning fyrir frábært brautryðj-
endastarf við erfiðar aðstæður og einstaka seiglu og
sé þeim þökk fyrir sitt stóra framlag. Um það leyti
var gróðursetning í meiri hluta ræktanlegs lands í
Skarðdal langt komin og því orðið tímabært að
huga að vega- og stígagerð.
Grisjun, vega- og stígagerð
Sumarið 1989 komu þrír ungir menn frá Skógrækt-
arfélagi Íslands til að grisja skóginn á syðri hluta
Skarðdalssvæðis, umhverfis Skarðdalskot, en þar
voru aðstæður sérlega góðar (trén orðin 11–12 m
há). Var þá tækifærið gripið og merktum við Jóhann
fyrir fyrstu stígum sem grisjað var fyrir. Ári seinna
var rutt vegastæði inn á svæðið og árið þar eftir var
vegarstæðið malborið og stígagerð hófst. Ýmist var
stungið upp torf og lagður jarðvegsdúkur undir og
síðan gróf möl og fín eða sett kurl beint út þar sem
það passaði. Frá upphafi var stefnt að því að nýta
skógarúrgang til þessara hluta. Grannir trjástofnar
eða sverar greinar voru notuð meðfram stígum, þar
sem hætt var við að kurl eða annað undirlag dreifð-
ist út (t.d. á köntum eða í hliðarhalla). Safnað var
saman allmiklu magni og síðan fenginn stórvirkur
kurlari til að kurla og fengið þannig efni til 2– 4 ára.
Árið 1990 hófst einnig Landgræðsluskógaverk-
efnið. Það var því margt í gangi þessi ár og eins gott
að hvíldi ekki á neinum einum að halda utan um
starfið eins og stundum var. Jóhann var einn nokkuð
virkur og við Jónas Stefánsson unnum ýmist saman
eða skiptum með okkur verkum. Vorum við komnir
með ýmis áhöld og tæki sem vantaði geymslu fyrir,
svo við breyttum kindahúsi sem stóð á bæjarstæðinu
í geymslu og aðstöðuhús. Þá var einnig byggt hús
með plássi fyrir 2 salerni og handlaugar. Stígagerðin
kom kannski meira í minn hlut að sjá um, enda var
ég ekki óvanur þessu unga fólki sem ég vann með og
leiðbeindi. Það var auðvelt að vinna með þessu unga
fólki – því líkaði starfið vel þegar það hafði lært
handtökin og var ekki þörf á að leita að krökkum til
þessara starfa, því þau komu oftast sjálf og spurðu
hvort þau mættu koma í skógræktina. Þau unnu
almennt mjög sjálfstætt og engin þörf var á að ýta á
eftir þeim, frekar að þyrfti að láta þau taka „pásur“
inn á milli og slaka á öðru hverju.
Landgræðsluskógaátakið – almenn þátttaka
Landgræðsluskógaátakið hófst árið 1990 um land
allt og voru um 1,3 milljón plöntur gróðursettar á
75 stöðum í öllum landshlutum við upphaf þess.
Siglfirðingar voru með frá byrjun og gróðursettu
um 11 þúsund plöntur á 1,8 hektara svæði ofan
byggðar. Var um að ræða svæði sem var um 100
m breitt og 1,8 km að lengd, afmarkað að norðan
af Hvanneyrará og að sunnan af Nautaskálhólum.
Var þetta neðan sauðfjárgirðingar sem afmarkaði
svæðið að ofan. Ýmis félagasamtök, klúbbar og
annað áhugafólk tók þátt í þessu átaki ásamt bæjar-
félaginu og tóku alls á fjórða hundrað manns þátt.
Gróðursett var dagana 6.–18. júní. Fyrstu plönturn-
ar voru einkum alaskavíðir og birki, auk smávegis
af bergfuru og fáeinum plöntum af elri sem fylgdu
Í Lionshúsi 1986. Jóhann nýhættur formennsku og gerður
að heiðursfélaga í Skógræktarfélagi Siglufjarðar.