Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 97

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 97
95SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Áratugirnir frá 1950 og fram yfir 1980 voru tímar deildarskipts skógræktarstarfs hjá mörgum skóg- ræktarfélögum hér á landi. Ennþá eru starfandi skóg- ræktardeildir skógræktarfélaga en á árunum 1951 til 1975 voru starfandi níu skógræktardeildir innan Skógræktarfélags Eyfirðinga. Tilgangur deildarskiptingarinnar var að færa skógræktarstarfið nær félögunum og gera þá virkari. Þann 26. febrúar 1951 var Skógræktarfélag Akur- eyrar stofnað á Akureyri. Fyrsti formaður þess var Þorsteinn Þorsteinsson en sonur hans Tryggvi Þor- steinsson tók við formennskunni árið 1955 og var formaður í 20 ár eða til ársins 1975. Skógræktarfélag Akureyrar gekkst fyrir því að gerður var samningur við Akureyrarbæ um friðun Kjarnalands til skógræktar árið 1952. Segja má að með því hafi verið tekin upp ný stefna í skógrækt á Íslandi, stefna sem kalla má umhverfisskógrækt til útivistar. Það kom í hlut Tryggva að hrinda þessari stefnu í framkvæmd og annast samskipti við Akureyrarbæ um framgang skógræktar í Kjarnaskógi. Segja má að hugmyndir Tryggva um skógrækt hafi verið bæði framsýnar og nýstárlegar. Hann sá fyrir sér skóg sem gæti orðið vettvangur útivistar fyrir bæjarbúa í dagsins önn. Hann sá fyrir sér skóg sem gæti um- vafið þéttbýlið á Akureyri. Tryggvi var vel tengdur ýmsum öðrum félagasamtökum. Hann var formaður Flugbjörgunarsveitar Akureyrar, einn af frumherjum Ferðafélagsins, formaður í kennarasambandi Norð- Framsýnn ræktunarmaður Í aldarminningu Tryggva Þorsteinssonar 24. apríl 1911 – 6. júní 1975 urlands og landsþekktur skátaforingi og skólastjóri. Þau tengsl notaði hann sér óspart til þess að glæða áhuga ungra sem aldinna á skógræktarstarfinu. Á kvöldin og um helgar var unnið í sleitulausri sjálf- boðavinnu við skógræktina. Tryggvi átti þar sjálfur drjúgan hlut að verki auk Ármanns Dalmannssonar sem þá var framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Ey- firðinga. Síðar, eða árið 1972, gekkst Tryggvi fyrir því að gerður var formlegur samningur milli Skógræktar- félags Akureyrar og Akureyrarbæjar um Kjarnaskóg sem útivistarsvæði. Sá samningur var stefnumark- andi því komið var á virku samstarfi milli Akureyrar- bæjar og Skógræktarfélags Akureyrar um skógrækt til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Tryggvi Þorsteinsson bjó yfir sannfæringarkrafti og framsýni og tókst að vinna áhugamálum sínum brautargengi. Þess vegna er núna skógur innan landamerkja Akureyrarbæjar sem er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði á landinu. Mér er ekki kunnugt um að orðið útivistarskógur hafi verið notað áður en Skógræktarfélag Akureyrar var stofnað. Tryggvi var einnig ötull stuðningsmaður skóg- ræktar á öðrum stöðum í Eyjafirði. Þannig var hann virkur sjálfboðaliði í skógrækt bæði á Miðháls- stöðum í Öxnadal og í Vaðlaskógi gegnt Akureyri. Í einni af gróðursetningarferðunum í Vaðlareit, eins og skógræktarsvæðið var gjarnan kallað meðan trén voru það lítil að þau sáust ekki frá Akureyri, orti Tryggvi hvatningarsöng skógræktarmanna sem síðar hefur hljómað í mörgum gróðursetningarferðum og þar sem skógræktarfólk kemur saman til þess að efla anda og mátt. Vertu til er vorið kallar á þig. Vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því sólskinið vill sjá þig, sveifla haka og rækta nýjan skóg. T.Þ. Tryggvi var fæddur foringi og við sem kynntumst honum dáðumst að hæfileikum hans og sannfær- ingarkrafti. Hann bæði skipulagði og framkvæmdi. Tryggvi féll frá um aldur fram aðeins 64 ára gamall þann 16. júní 1975. Á hundraðasta fæðingarári Tryggva Þorsteinssonar er vert að hugsa til þessa afkastamikla frumherja sem lagði grundvöll að því skógræktarstarfi sem sjá má um þessar mundir í Kjarnaskógi við Akureyri og víðar í Eyjafirði. Hallgrímur Indriðason

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.