Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 77

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 77
75SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Skógviðarbróðirinn Skógviðarbróðirinn er best skilgreindur sem þrílitna kynblendingur milli fjalldrapa og birkis. Hann hefur annað hvort blendingsútlit eða hann líkist fjalldrapanum, en sjaldgæft er að hann líkist birki. Hjá grasafræðingum fyrri hluta 20. aldarinnar 8,11 er skógviðarbróðir skilgreindur sem kynblendingur milli fjalldrapa og birkis (Betula nana L. x B. pube­ scens Ehrh.), einfaldlega vegna þess að plantan líkist báðum tegundum. Það er líka sagt að skógviðar- bróðir finnist víða á landinu og sé algengur þar sem báðar tegundirnar vaxa. Slíkum blendingsplöntum hafa einnig verið gefin tegundarheiti eins og B. inter­ media Thom., B. alpestris Fr. eða B. humulis Hartm. Á sama tíma viðurkenndu grasafræðingarnir að skógviðarbróðir væri svo breytilegur í útliti að það væri oftast ómögulegt að greina hann frá skógviði því skógviðurinn sjálfur væri stórbreytilegur. Skóg- viður er annað nafn birkis eða ilmbjarkar (B. pube­ scens), en nokkrir hafa reynt að aðgreina skógviðinn frá birki/ilmbjörk með því að kalla hann fjallabirki (mountain birch) og flokka hann jafnvel undir sér- tegund B. tortuosa Ledeb.7 eða sem undirtegund innan birkis/ilmbjarkar,11,15 svo sem B. pubescens var./subsp. tortuosa Ledeb. Stefán Stefánsson 11 rit- aði svohljóðandi „Annars er íslenzka björkin mjög breytileg og þyrfti gagngerðar rannsóknar.“ Það er einmitt það sem ég hef gert undanfarin 25 ár, að rannsaka og leiða grasafræðilegar og erfða- fræðilegar rannsóknir á íslensku bjarkartegund- unum.1-6,9-10,12-14 Birki (ilmbjörk, skógviður) er fer- litna tegund með 56 litninga í erfðamengi sínu, en fjalldrapi er tvílitna tegund með 28 litninga. Þegar tegundirnar víxlast verður til kynblendingur, sem er þrílitna með 42 litninga. Þær niðurstöður sem tengj- ast útlitsgreiningu skógviðarbróðurs mest má finna í greinum Ægis Þórs Þórssonar12,14 sem eru hluti af doktorsritgerð hans. Í stuttu máli má segja að út- litsbreytileiki meðal íslensks birkis sé svo mikill að það er aðeins hægt að greina þrílitna kynblendinga birkis og fjalldrapa eftir útliti með 50% öryggi töl- fræðilega. Á mynd sem hér fylgir er dæmi um kyn- blending birkis og fjalldrapa sem jafnframt hefur Höfundur Kesara Anamthawat-Jónsson blendingsútlit. Grasafræðilegar og tölfræðilegar greiningar verða kynntar nánar í framhaldi af þess- ari grein. En nær allt birki á Íslandi hefur meira og minna blendingsútlit. Athugið að útlit í grasafræðilegu samhengi á við lögun laufblaða og hefur það lítið að gera með vaxtarlag plöntunnar, þ.e. hvort plantan sé algjörlega beinvaxin eða kræklótt, því vaxtarlag er háð umhverfi. Með því að meta eiginleika lauf- blaðsins má setja upp einfalt greiningarkerfi, svo- kallað útlitsgildi (morphology index), frá 0 (fjall- Samantekt sem byggir á rannsóknaniðurstöðum okkar um íslenskar plöntur í bjarkarættkvíslinni Betula í náttúrunni. Almennt heiti Hvað er það? Aðgreining eftir útlitsgildi [0-13] 1 Fjalldrapi Tvílitna plöntur B. nana [0-6; meðalgildi 1,3] 80% af tvílitna plöntum hefur skýrt útlit fjalldrapa [0-1]. 23% af þeim er hreinn fjalldrapi [0]. Aðrar plöntur sýna útlitseinkenni birkis á mismunandi hátt. Birki, ilmbjörk Ferlitna plöntur B. pubescens 4-12; meðalgildi 8,3] Af 241 ferlitna plöntum víða um land er hreint birkiútlit [13] ófundið. Hæsta útlitsgildi sem fannst [12] var hjá einu tré í Bæjarstaðarskógi. 15% af ferlitna plöntum hefur ótvírætt útlit kynblendings [4-6]. Skógviðarbróðir Þrílitna kynblendingur B. nana x B. pubescens [0-9; meðalgildi 4,1] 43% af þrílitna plöntunum hefur blendingsútlit [4-6]. 41% af þrílitna plöntum líkist fjalldrapa og helmingur þeirra er alls ekki frábrugðinn fjalldrapanum [0-1].
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.