Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 70

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201168 unnar hefur sigið mikið og því er norðvesturbarmur- inn svo hár sem raun ber vitni og nýtur skógurinn skjóls af honum. Snorrastaðatjarnir eru þar sem landið hefur sigið mest. Fjöldi sprungna með svipaða stefnu (NA-SV) eru beggja vegna Snorrastaðatjarna, alveg frá há- bungu Vogastapa og langleiðina að Fagradalsfjalli í suðaustri. Misgengissprungurnar mynda nokkra stalla suðaustan í Vogastapa sem nefndir eru bjallar og er Háibjalli hæstur þeirra.10 Hægt er að líta á landslag þetta sem smækk- aða mynd af Þingvöllum, þar sem Háibjalli eða Hrafnagjá (hæstu misgengissprungurnar í Vogum) myndu svara til Almannagjár og Snorrastaðatj- arnir til Þingvallavatns. Á loftmynd á bls. 67 sést yfir miðju þessa svæðis með Snorrastaðatjarnir í for- gunni, Háabjallann til vinstri og Reykjanesbraut og Voga í bakgrunni. Háibjalli er á náttúruminjaskrá, ásamt Snorra- staðatjörnum og Hrafnagjá austan við, og Seltjörn og Sólbrekkum vestan við. Megnið af þessu svæði tilheyrir Sveitarfélaginu Vogum en Seltjörn og Sól- brekkur tilheyra Reykjanesbæ og syðsti hluti Há- bjallamisgengisins er í Grindavíkurlandi. Samkvæmt aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga4 er stefnt að friðlýsingu þessa svæðis. „Til greina kemur að friða þetta svæði sem fólkvang, e.t.v. framhald af Reykja- nesfólkvangi ef hann verður stækkaður til vesturs, nema það verði hluti af eldfjallagarði.“i Víst má telja að land þetta og Vogaheiðin öll hafi verið viði vaxið við landnám. Eftir beitarfriðun í rúm 30 ár er birki- og víðikjarr mikið að sækja í sig veðrið, t.d. austan við Litla-Skógfell og þar austur af við Kálffell. Líklega verður þetta allt vaxið lágu kjarri eftir nokkra áratugi ef búfé verður að mestu haldið frá því.5, 7 Snorrastaðatjarnir Um 600 m suðaustan við Háabjalla eru tjarnirnar sem bera nafn Snorrastaða, en sá bær var löngu kominn í eyði 1703. Stærstu tjarnirnar eru í göml- um heimildum nefndar Vatnsgjár, enda frýs aldrei í þeim næst hrauninu. Í leysingum á vorin og í vætutíð eru tjarnirnar fimm að tölu. Á öðrum árs- tímum eru þrjár þeirra mest áberandi.15 Ef gengið er eftir göngustíg að fyrstu tjörninni er komið að þrem grónum tóftum af seli alveg við vatnsbakkann. Það gæti hafa verið kúasel frá Vogabændum (kúaselin voru jafnan nær byggð en sel fyrir fráfærufé).25,28 Mikill og fallegur gróður er í tjörninni, einkum nær hrauninu. Þar blómstrar m.a. engjarós á bakk- anum og horblaðka eða reiðingsgras úti í tjörninni. Á vorin má stundum sjá myndarlegar reiðingstorfur úr reiðingsgrasi reknar á land.24 Sunnan við tjarnirnar er nútímahraun sem ýmist er nefnt Arnarseturshraun eða Skógfellahraun. Það er 22 km2 að stærð og rann líklega á 13. öld allar götur ofan í suðurenda tjarnanna. Arnarklettur skagar upp úr hrauninu þar skammt frá, en þar var áður Arnarhreiður. Vatn streymir sífellt undan hrauninu og gegnum tjarnirnar enda er syðsti hluti þeirra yfir- leitt íslaus. Silungur mun vera í tjörnunum og sögur um að honum hafi verið sleppt þar um 1950.28 Skátar í Keflavík (Heiðarbúar) hafa lengi haft dálæti á Snorrastaðatjörnum. Þeir Emil Birnir Sigur- björnsson, Guðbrandur Sörenson, Guðleifur Sigur- jónsson (síðar garðyrkjumaður og landgræðslufröm- uður í Keflavík) og Júlíus P. Guðjónsson voru hópur stráka sem voru oft í tjaldútilegu við Snorrastaða- Jaðar grenilundarins við Háabjalla að vetrarlagi. Hæstu trén eru nú yfir 16 m. Mynd: Særún Jónsdóttir (SJ) 2003 i Aðalskipulag Voga 2008–2028. Greinargerð. Bls. 47.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.