Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 63

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 63
61SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 fluttra trjátegunda eða gróðursetningu á tiltekna staði eða í tiltekin gróðurlendi. Enn aðrir hafa pers- ónulegri og oft mjög tilfinningatengdar ástæður fyrir því að vera á móti skógrækt.11 Skógræktendur hafa stundum þurft að beygja sig fyrir ofurefli andstæð- inganna, sérstaklega á fyrri helmingi 20. aldar.7 Á seinni árum hafa skógræktendur reynt að koma til móts við gagnrýni á ýmsan hátt. Þá hefur skógrækt „sannað sig“ með góðum vexti skóga og umtals- verðum tekjum af sölu afurða.14 Þetta hefur þó engu breytt um andstöðuna. Við þessu er ekkert að segja. Fólk á að fá að hafa sínar skoðanir og tjá þær, ekki viljum við hafa það öðruvísi. Auk þess er gagnrýni af hinu góða. Hún skerpir sýn og getur orðið til þess að leiðrétta það sem betur mætti fara. Hins vegar hafa viðbrögð skógræktarfólks við gagnrýninni ekki stuðlað að aukinni sátt um skógrækt. Skógræktendur hafa of oft sýnt undanlátssemi, sem ekki hefur leitt til annars en að andstaða við skógrækt magnaðist. Snemma komu fram blaðaskrif um hversu vitlaust það væri nú að eyða peningum í skógrækt. Allir vissu að tré gætu ekki vaxið á Íslandi og að land væri allt of verðmætt til beitar til að réttlætanlegt væri að nota það til skógræktar. Úr ritdeilum og öðrum skrifum má lesa að ein af ástæðum þess að umsjón með sandgræðslu var færð frá Skógrækt ríkisins og sett undir Búnaðarfélag Íslands árið 1914 var sú „asnalega“ hugmynd A. F. Kofoed-Hansen skóg- ræktarstjóra að nota ætti trjágróður (einkum birki) til að græða upp örfoka land.3,7 Skógræktarstjóri neyddist til að láta undan, enda ofurliði borinn af þröngsýnu, Dana-hatandi samfélagi. Afleiðingin var m.a. sú að hátt í 80 ár liðu þar til farið var að nota trjágróður að marki við að græða upp örfoka land. Þegar gróðursetning innfluttra tegunda hófst að ráði um 1950 var stundum gróðursett í birkiskóg- lendi.8 Réttilega var talið að lífslíkur innfluttu trjánna væru mestar í skjólinu og jarðveginum í birkiskóg- um, einkum fyrir skuggþolnar tegundir eins og greni. Auk þess var erfitt að fá land til skógræktar (land var enn of verðmætt til beitar og tré gátu enn ekki vaxið á Íslandi – það vissu allir), en nokkur birkiskóglendi höfðu verið friðuð fyrir beit og því var úrræði að

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.