Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201180
Skógarferð um Hérað
Dagana 16.–17. ágúst 2010 fórum við þrír greinar-
höfundar í skógarferð um Hérað, Helgi Gíslason,
fv. framkvæmdastjóri Héraðsskóga, Rúnar Ísleifs-
son, fv. skógræktarráðunautur Héraðsskóga, og
Jóhann F. Þórhallsson, fv. verkstjóri Héraðsskóga.
Við bárum ábyrgð á rekstri og framkvæmd verk-
efnisins frá byrjun og fram á þessa öld. Markmið
ferðarinnar var að skoða ástand gróðursetninga sem
framkvæmdar voru á 10. áratug síðustu aldar og því
voru margar af þeim jörðum heimsóttar sem þá voru
virkastar í skógræktarframkvæmdum.
Við ákváðum að hefja ferð okkar á innanverðu
Héraði á þeim svæðum þar sem gróðursetningar
hófust upp úr 1990. Veður var milt og stillt en
fremur þungbúið, það birti síðan eftir því sem leið
á daginn.
Fyrsti viðkomustaður var á Víðivöllum Ytri II
í Fljótsdal. Þar var mikið gróðursett á árunum
1991 til 1995 og einnig árið 2000 í kjölfar jarð-
ygluskemmda, en lirfa jarðyglunnar olli miklum
skemmdum í gróðursetningum á innanverðu Héraði
árin 1995 til 1996.
Það vakti athygli okkar hve lerkið var gróskumik-
ið og vaxtarform þess almennt gott. Áhugavert var
einnig að sjá hversu mikið gróðurfar hefur breyst
Á ferð um
Héraðsskóga
Höfundar Helgi Gíslason, Rúnar Ísleifsson og Jóhann F. Þórhallsson
Héraðsskógar voru stofnaðir með lögum 1991 og var tilgangur þeirra að efla byggð með skógrækt
á Fljótsdalshéraði. Félag skógarbænda á Héraði, Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Austurlands
komu að undirbúningi verkefnisins en Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, vann
málinu brautargengi á Alþingi og fékk lögin samþykkt. Undirbúningsfé fékkst árið 1990 og var hluti
þess notaður til að hefja gróðursetningar á bújörðum. Árið 2001 var verkefnið svo stækkað til Aust-
fjarða. Á þessum 20 árum hafa verið gróðursettar 22,3 milljónir plantna í liðlega 6.250 hektara lands.
Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að gróðursett yrði í 15.000 ha. á 40 árum og er því tvísýnt um að
markmiðið náist á næstu 20 árum.
Miðhúsasel
Víðastaðir
Vífilsstaðir
Skógargerði
Ekkjufell
Skeggjastaðir
Strandarháls
VaðVíðivellir Ytri II
Víðilækur
Víðivallagerði
Viðkomustaðir fyrri dagur
Viðkomustaður seinni dagur
Kort: Ragnhildur Freysteinsdóttir