Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 82

Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201180 Skógarferð um Hérað Dagana 16.–17. ágúst 2010 fórum við þrír greinar- höfundar í skógarferð um Hérað, Helgi Gíslason, fv. framkvæmdastjóri Héraðsskóga, Rúnar Ísleifs- son, fv. skógræktarráðunautur Héraðsskóga, og Jóhann F. Þórhallsson, fv. verkstjóri Héraðsskóga. Við bárum ábyrgð á rekstri og framkvæmd verk- efnisins frá byrjun og fram á þessa öld. Markmið ferðarinnar var að skoða ástand gróðursetninga sem framkvæmdar voru á 10. áratug síðustu aldar og því voru margar af þeim jörðum heimsóttar sem þá voru virkastar í skógræktarframkvæmdum. Við ákváðum að hefja ferð okkar á innanverðu Héraði á þeim svæðum þar sem gróðursetningar hófust upp úr 1990. Veður var milt og stillt en fremur þungbúið, það birti síðan eftir því sem leið á daginn. Fyrsti viðkomustaður var á Víðivöllum Ytri II í Fljótsdal. Þar var mikið gróðursett á árunum 1991 til 1995 og einnig árið 2000 í kjölfar jarð- ygluskemmda, en lirfa jarðyglunnar olli miklum skemmdum í gróðursetningum á innanverðu Héraði árin 1995 til 1996. Það vakti athygli okkar hve lerkið var gróskumik- ið og vaxtarform þess almennt gott. Áhugavert var einnig að sjá hversu mikið gróðurfar hefur breyst Á ferð um Héraðsskóga Höfundar Helgi Gíslason, Rúnar Ísleifsson og Jóhann F. Þórhallsson Héraðsskógar voru stofnaðir með lögum 1991 og var tilgangur þeirra að efla byggð með skógrækt á Fljótsdalshéraði. Félag skógarbænda á Héraði, Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Austurlands komu að undirbúningi verkefnisins en Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, vann málinu brautargengi á Alþingi og fékk lögin samþykkt. Undirbúningsfé fékkst árið 1990 og var hluti þess notaður til að hefja gróðursetningar á bújörðum. Árið 2001 var verkefnið svo stækkað til Aust- fjarða. Á þessum 20 árum hafa verið gróðursettar 22,3 milljónir plantna í liðlega 6.250 hektara lands. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að gróðursett yrði í 15.000 ha. á 40 árum og er því tvísýnt um að markmiðið náist á næstu 20 árum. Miðhúsasel Víðastaðir Vífilsstaðir Skógargerði Ekkjufell Skeggjastaðir Strandarháls VaðVíðivellir Ytri II Víðilækur Víðivallagerði Viðkomustaðir fyrri dagur Viðkomustaður seinni dagur Kort: Ragnhildur Freysteinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.