Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 59

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 59
57SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Skilyrt verðmætamat byggist á því að settar eru upp aðstæður þar sem einhver breyting á þeim um- hverfisgæðum sem er verið að meta á sér stað og þátttakendur eru annað hvort beðnir um að afhjúpa greiðsluvilja sinn fyrir því að koma í veg fyrir eða að ná fram breytingunum eða bótavilja sinn fyrir að sætta sig við að viðkomandi breytingar eigi sér stað eða ekki. Áreiðanleiki mats sem byggt er á skilyrtu verðmætamati veltur alfarið á þeim að- stæðum sem settar eru upp í viðhorfskönnuninni og því að þátttakendur telji þær vera trúverðugar og líklegar til þess að eiga sér stað og muni þar með hafa raunveruleg áhrif á ráðstöfunartekjur sínar. Aðstæðurnar sem settar voru upp í skilyrta verð- mætamatinu gengu út á það að ríkið hygðist setja lög um friðun Heiðmerkur fyrir hvers konar fram- kvæmdum um ókomna tíð og um leið færi umsjá svæðisins alfarið í hendur fagaðila á sviði skógrækt- ar og umhverfisstjórnunar. Hefði slík lagasetning í för með sér íþyngjandi áhrif fyrir eigendur svæðisins sem yrðu alfarið af öllum ábata tengdum framtíðar nýtingarmöguleikum svæðisins og þyrfti ríkið því að bæta eigendunum tjónið.12 Þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til friðunar Heiðmerkur og þeir sem kusu friðun voru síðan beðnir um að taka þátt í tveggja þrepa uppboðsleik þar sem þeir tóku afstöðu til mismunandi breytinga á nefskatti sem lagður yrði á til þess að greiða eigendum Heiðmerkur bætur. Já- kvæðan greiðsluvilja á nefskatti í slíkum aðstæðum má túlka sem tilvistargildi Heiðmerkur í núverandi ástandi. Mat á tilvistargildi Heiðmerkur byggðu á framangreindum forsendum stendur yfir um þessar mundir en þó ber að geta þess að 60,5% aðspurðra kusu friðun Heiðmerkur og höfðu jákvæðan greiðsluvilja, 21,2% voru andvígir henni en 18,3% voru óákveðnir.12 Önnur möguleg aðferð við mat á virði er að beita valtilraunum. Valtilraunir byggjast á því að þátttakendum í viðhorfskönnun eru boðnar mis- munandi breytingar á umhverfisgæðum fyrir mis- munandi verð, sem eftir aðstæðum geta til dæmis verið í formi mismunandi ferðakostnaðar eða skatt- byrði, og þeir beðnir um að velja þær aðstæður sem þeir kjósa helst. Settar eru saman allar mögulegar samsetningar af valspjöldum, eða þeim fækkað með skilvirkum hætti, og út frá vali þátttakenda má meta greiðsluvilja þeirra fyrir einstökum breytingum sem boðnar eru.12 Í tilviki Heiðmerkur er erfitt að meta tilvistargildið með valkönnunum. Ástæðan fyrir því er sú að eingöngu er hægt að láta einstaklinga sem búa í Garðabæ eða Reykjavík velja á milli breytinga á eiginleikum Heiðmerkur sem hafa í för með sér breytingar á álögum á íbúa þar sem þeir einir greiða útsvar í sveitarfélögunum sem eiga og hafa umsjón með svæðinu. Gefur það ekki rétt mat á tilvistargildi svæðisins þar sem augljóst er að Garðbæingar og Reykvíkingar eru ekki þeir einu sem hafa hag af tilvist svæðisins. Eftir umtalsverða rýnihópavinnu á meðal almennings í Reykjavík og Garðabæ varð sú leið fyrir valinu að kanna greiðsluvilja íbúa Reykjavíkur og Garðabæjar fyrir bættu aðgengi að svæðinu. Voru 1250 manns sem eru íbúar annað hvort í Garðabæ eða Reykjavík beðnir um að taka þátt í valtilraunum í netkönnuninni sem send var út á vegum Capacent. Þátttakendum voru boðnar Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.