Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 58

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 58
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201156 Í Heiðmörk eru nokkur stór vatnakerfi sem eru búsvæði fyrir fiska. Fimm af þeim sjö tegundum ferskvatnsfiska, sem lifa í íslensku ferskvatni, finnast í Heiðmörk.8,9 Lax er aftur á móti ríkjandi tegund í Elliðaám. Elliðavatn er stærsta stöðuvatn höfuðborgarsvæðisins, 2,02 km2, en það er nokkuð grunnt, eða að meðaltali 1 m að dýpt. Í Elliða vatni hafa fundist fimm tegundir ferskvatnsfiska: lax (Salmo salar), bleikja (Salvelinus alpinus), urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og áll (Anguilla anguilla). Vífilsstaðavatn er smærra en Elliðavatn, eða 0,27 km2. Þar eru bleikja, urriði, áll og hornsíli til staðar.18 Hornsílin í Vífilsstaðavatni og Vífilsstaðalæk eru ólík hornsílum í öðrum vötn- um og straumföllum á Íslandi þar sem þau hafa lítt þroskaða eða enga kviðgadda af erfðafræðilegum orsökum.18 Hornsílin í Vífilsstaðavatni eru þannig erfðafræðilega ólík þeim í Elliðavatni og er þetta gott dæmi um hvernig tegundalisti einn og sér segir síður en svo allt um líffræðilega fjölbreytni svæðis.11 Fuglalífið í Heiðmörk er fjölbreyttast í og við vötn- in, árnar og votlendi. Töluvert fuglalíf er í skógrækt- arreitum en fábreyttust er fuglafánan í lyngmóum og mosaþembu.10 Algengustu varpfuglarnir í Heiðmörk eru skógarþröstur, hrossagaukur, þúfutittlingur og auðnutittlingur (til samans alls 2600 varppör í skóg- lendi og lúpínusvæðum Heiðmerkur). Í skógana í Heiðmörk sækja margar tegundir, svo sem hinir ýmsu spörfuglar. Í skóginum í Víf ils staðahlíð sjást t.d. músarrindill, skógarþröstur, svartþröstur, gló- kollur og stundum krossnefur. Á Rauðhóla svæðinu eru hrossagaukur og þúfutittlingur algeng ustu varp- fuglarnir. Hrafn, stari, tjaldur, heiðlóa, spói, maríu- erla og fleiri tegund ir verpa þar líka. Fleiri fuglar sjást á svæðinu, svo sem grágæs, jaðrakan, stelkur, og kría. Ríkulegt fuglalíf er við og í kringum vötn, ár og í votlendi í Heiðmörk, svo sem fjölmarg ar andartegundir, himbrimi, jaðrakan, stelkur, auk gráhegra, sem er vetrargestur og rauðhegra sem er dæmi um sjaldgæfan flæking sem sést hefur á vatna- svæðum Heiðmerkur. Margir þeirra fugla sem verpa í eða heimsækja Heiðmörk eru á válista14 eða eru ábyrgðartegundir.16 Aðeins sjö tegundir villtra landspendýra lifa á Ís- landi og fjórar þeirra er að finna í Heiðmörk, eða tófu, hagamús, húsamús og mink, auk kanínu. Afar erfitt er að leggja mat á verðmæti jarðfræði- legra og líffræðilegra eiginleika svæðisins eina og sér. Gæði og verðmæti neysluvatnsauðlindarinnar má rekja til jarðfræðilegra eiginleika svæðisins en eins og áður segir var verðmæti neysluvatnsauð- lindarinnar metið með staðkvæmdaraðferð. Eigin- leikar svæðisins veita einnig notendum Heiðmerkur ábata í formi útivistar og upplifunar af einstökum aðstæðum og verðmæti þeirra er hluti af ábata not- enda sem metinn er með ferðakostnaðaraðferðinni. Athygli vekur þó að einungis þrír einstaklingar af þeim rúmlega 2500 sem tóku þátt í ferðakostnaðar- könnun í Heiðmörk tilgreindu jarðfræði svæðisins sem megintilgang heimsóknar þeirra í Heiðmörk. Hins vegar voru fjölmargir þátttakendur sem sögð- ust hafa verið í náttúru- eða dýralífsskoðun. Jarðfræði Heiðmerkur er merkileg, bæði á lands- og heimsvísu fyrir tilstilli Rauðhóla. Einnig hýsir Heið- mörkin fugla á válista og hornsíli Vífilsstaðavatns eru einstök. Því er vel hugsanlegt að tilvistargildi jarðfræðilegra eiginleika og líffræðilegrar fjölbreytni sé umtalsvert. Það verður metið með tilvistargildi svæðisins í heild og ekki verður unnt að sundur- greina hið fyrra frá hinu síðara. Að því gefnu að einstaklingar séu vel upplýstir um þessa eiginleika Heiðmerkur og hafi fullmótaðar skoðanir á valröð- un sinni í tengslum við þá, mun metið tilvistargildi svæðisins innihalda verðmæti þeirra. Tilvistargildi Markmið þessa þáttar er að leggja mat á tilvistargildi Heiðmerkur með rannsóknum á viðhorfi almenn- ings. Tilvistargildi veltur hvorki á beinni né óbeinni notkun á Heiðmörk. Einstaklingar geta notið ábáta af því einu að vita af tilvist Heiðmerkur þó svo að þeir ætli sér aldrei að nýta þá þjónustu sem svæðið hefur upp á að bjóða. Endurspeglast þetta í jákvæð- um greiðsluvilja fyrir því að tryggja tilvist svæðisins óháð eigin notkun. Til þess að meta tilvistargildi Heiðmerkur voru notaðar tvær af matsaðferðum yfirlýsts vals, skilyrt verðmætamat og valtilraunir.12 Báðar aðferðirnar styðjast við svör þátttakenda úr viðhorfskönnunum þar sem búnar eru til aðstæður þar sem eiginleikar umhverfisgæða breytast á einn eða annan hátt og þátttakendur eru beðnir um að taka afstöðu til þeirra annað hvort með greiðsluvilja sínum eða vali á aðstæðum. Viðhorfskönnun var framkvæmd á vegum Capacent í júní 2010 þar sem 4000 einstaklingar í viðhorfshópi Capacent voru beðnir um að taka þátt í netkönnun sem væri liður í umfangsmiklu verkefni um verðmætamat á sam- félagslega mikilvægum gæðum og þjónustu.12

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.