Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 10
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20118
er fjölbreyttur frumherjagróður að nema land. Næst
tekur við framvinduskeiðið (transition) þegar nýjar
tegundir setjast að innan um þann gróður sem kom-
inn er og þrengja sumu af honum undan. Á loka-
skeiðinu (maturation) hafa myndast gróðursamfélög
þar sem ríkjandi tegundir haldast við kynslóð eftir
kynslóð. Þremur árum eftir flóðið hafði töluvert
mikill gróður og ótrúlega fjölbreyttur numið land á
svæðinu. Ekki gat hann þó talist hreinn frumherja-
gróður þar sem dálítið var eftir af gömlum gróðri,
en alls voru þarna fræplöntur af 73 tegundum, sem
voru 75% af flóru flóðfarsins og verða að teljast
hreinir frumherjar. Í heild bar svæðið svipmót lands
sem hafði verið svipt nær öllum sínum upprunalega
gróðri og var að klæðast nýrri gróðurþekju.
Haustið 2008, þ.e. tíu árum eftir flóðið, var gróð-
urfar svæðisins athugað á ný. Gróður hafði aukist
mikið frá því haustið 2001. Víða var komin sam-
felld gróðurþekja, plönturnar stærri og þroskameiri
og mismunandi gróðursamfélög farin að myndast.
Í þetta sinn fundust 13 tegundir ekki aftur en 12
nýjar höfðu bæst við. Af þeim, sem virtust horfnar,
voru nánast helmingurinn einærar eða skammlífar
tegundir en að þeim hafi fækkað svona benti til að
auðleystustu næringarefnin væru farin að skolast
úr yfirborði jarðvegsins. Flestar tegundirnar sem
bættust við vaxa venjulega í rótgrónum gróðursam-
félögum. Þarna var því greinilegt að gróður á fram-
vindustigi var farinn að taka við af frumherjagróðri-
num.
Hvarvetna í flóðfarinu voru trjáplöntur að vaxa
upp. Stærstar voru plöntur af alaskaösp og reyni
sem voru komnar upp af rótarsprotum. Ein hæsta
öspin var sprottin upp af greinarbúti sem hafði fest
í klettasprungu. Dálítið var af sjálfsáðum reyni-
plöntum en þær voru mun lágvaxnari. Eitthvað
kann að hafa verið af sjálfsáðum asparplöntum en
það var ekki unnt að greina það frá rótarsprotunum.
Horft niður eftir flóðfarinu. Asparstóðið á miðri myndinni,
sem er rúmlega 5,4 metra hátt, er vaxið upp af grein sem
festist í klettasprungu.
Sjálfsáin sólberjaplanta. Sjálfsáðir sólberjarunnar hafa ein
ungis tvisvar áður fundist utangarðs hér á landi.