Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 29

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 29
27SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 fjallinu, snjóskrið, kal og snjóalög gerðu erfitt að viðhalda girðingum svo sauðfé hafði allgóðan að- gang að landinu. Fyrir vikið missti fólk trú á því að þarna mætti rækta tré og kannski hvergi í Siglufirði – reynslan hefði jú sýnt það og sannað. Í þetta svæði var þó gróðursett á árunum 1946–52, einkum sitka- greni en lítið eitt af rauðgreni og furu, auk þess sem reynt var að sá birkifræi í sérstakan gróðurreit. Umskipti verða Árið 1948 tók ný stjórn, undir forystu Jóhanns Þor- valdssonar, að leita fyrir sér með nýtt ræktunarland. Leitað var til Sigurðar Jónssonar, skógarvarðar í Varmahlíð. Landið sem leitað var að þurfti að vera allstórt, hafa stækkunarmöguleika og henta vel sem útivistarsvæði, sem því var einnig ætlað að vera. Sigurður taldi Skarðdalsland uppfylla þau skilyrði – þar væri jarðvegur hentugur til trjáræktar, svæðið vel stórt og kjörið til útivistar vegna legu sinnar og landsháttar. Árið 1950 fékk Skógræktarfélagið svo suðurhlutann af Skarðdalslandinu hjá Siglufjarð- arbæ, um 5,5 ha svæði og var landið girt á árunum 1950 –51. Það var ljóst frá upphafi að viðhald girð- inga yrði mikið og á vissum stöðum þyrfti árvissa endurnýjun vegna sligaðra girðinga og brotinna staura. Við því var ekkert að gera – það skiptust á góðir og slæmir vetur eins og áður – en landkostir til ræktunar voru allt aðrir og betri á mestum hluta þessa nýja svæðis. Nokkur afföll urðu þó á vissum svæðum vegna snjóalaga og snjóskriðs, einkum í skjólgóðum brekkum móti suðri og sól, enda var hætt að planta í þær eftir fyrstu árin. Vel gekk með aðra ræktun. Skógræktarfélagið gerði samning við átthagafélög Skagfirðinga og Þingeyinga í Siglufirði um að taka þátt í gróðursetningu á hluta svæðis og taka þátt í kostnaði við girðingar í hlutfalli við um- fang þess svæðis. Næstu þrjá áratugina (1950 –80) voru gróðursettar á þessu svæði rúmlega hundrað þúsund plöntur. Mest var sett niður af sitkagreni, um fimmtíu þúsund plöntur, en því næst voru blágreni (14.000 plöntur), birki (10.000 plöntur) og rauðgreni (10.000 plöntur). Skarðdalur. Siglfirsku „Alparnir“ í baksýn, skíðasvæði Siglfirðinga. Mynd: Einar Gunnarsson Séð inn Hólsdal. Mynd: Einar Gunnarsson

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.