Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 44

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201142 af lendingunni sem er þröng gjá. Bátarnir eru síðan dregnir upp ramp til að forðast ölduna. Sunnudagur 5. september Skýjað var þennan morgun og súld er líða tók á dag- inn. Ákveðið var að bregða út af dagskrá og fara til kirkju í Götu. Eftir messu hittum við Íslandsvininn Martin Juul Jarnskor sem bauð okkur heim til sín eftir að höfðum skoðað Fornminjasafnið Blásastofu í Götu. Í Norðragötu bjó Þrándur í Götu, sem getið er Hurð skall nærri hælum þegar rútan rann mannlaus fram af bjargbrún neðan við farfuglaheimilið á Giljanesi. Mynd: ÁÞ í Færeyingasögu í kringum árið 1000, sem ekki vildi snúast til kristni. Á leiðinni til baka var m.a. kíkt á steinana sem „hreyfast“ þ.e.a.s. hina svokölluðu Rinkusteina í Oyndarfirði. Ekki vögguðu þeir þó mikið þennan daginn! Haldið var aftur til Gjógv eftir góðan dag þar sem gist var aðra nótt. Við kvöddum Ólav þar sem hann þurfti að fara og vinna við gerð nýju flug- brautarinnar í Sørvági og gat því ekki verið með okkur síðasta daginn. Mánudagur 6. september Talsverður vindur var þennan dag og nokkur úr- koma. Stefnan var tekin á Tjørnuvík sem er nyrsta byggð á Streymey. Í Tjørnuvík búa um 70 manns. Meðan við stoppuðum þar um kaffileytið var ekki einn einasti maður á ferli, aðeins stakur músar- rindill. Gott útsýni er frá Tjørnuvík til Risans og Kerlingarinnar sem eru steinrunnin íslensk tröll sem vildu draga Færeyjar að Íslands ströndum. Á leiðinni til Tjørnuvíkur skoðuðum við m.a. fossinn í Fossá sem er hæsti foss Færeyja. Síðan var ekið rakleiðis til Þórshafnar þar sem hópurinn hafði frjálsan tíma til að skoða sig betur um í höfuðstaðnum. Síðan var haldið út á flugvöll seinni part dags og haldið heim á leið eftir ánægjulega og fróðlega Færeyjadvöl.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.