Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 96

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 96
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201194 MINNING Sigurður Ágústsson frá Vík var hugsjónamaður í skógrækt og má til marks um þátt hans á þeim vett- vangi nefna að hann var formaður Skógræktarfélags Stykkishólms frá árinu 1973 til 1997, en áður hafði hann um langt skeið setið í stjórn félagsins. Árið 1987 var Sigurður einnig kosinn til trúnaðarstarfa í Skógrækarfélagi Íslands og sat í varastjórn félagsins um 10 ára skeið. Þá gegndi hann ýmsum störfum í þágu félagsins en fyrst og fremst eru verk hans sýnileg í Stykkishólmi og nágrenni þar sem vegur félagsins dafnaði í formannstíð hans. Á hans árum voru ný lönd numin og friðuð og þau eldri stækkuð. Störf við ræktun lands og lýðs áttu vel við Sigurð. Hann undi sér vel í faðmi náttúru landsins og í mörg ár unnu unglingar í Stykkishólmi undir handarjaðri Sigurðar við ýmiskonar ræktunarstörf í Grensási við Stykkishólm, Tíðási og Sauraskógi og síðar á svæði félagsins við Vatnsdal undir Drápuhlíðarfjalli. Það var áreiðanlega gott veganesti ungmenna sem voru að stíga sín fyrstu skref á lífsins braut. Sigurður var opinn fyrir nýjungum og þegar eitt sinn barst ósk frá Samvinnuferðum - Landsýn um að gefa ferðamönnum tækifæri á því að gróðursetja trjáplöntur, tók hann verkefninu opnum örmum og sinnti þessum þætti ræktunarsögu Stykkishólms í mörg ár eða meðan áhugi ferðaskrifstofunnar entist. Sigurður Ágústsson frá Vík 23. september 1925 – 22. desember 2010 Þrátt fyrir að afköst ferðamanna væru takmörkuð er nú að vaxa snotur ferðamannalundur í Laugás skammt innan við Stykkishólm. Sigurður var kvæntur Elínu Sigurðardóttur sem lifir bónda sinn. Á heimili þeirra var alltaf gott að koma og ríkti þar mikil gestrisni og höfðingjabragur. Komu þau ætíð fyrir sjónir sem samrýmd hjón og ríkti gagnkvæm virðing þeirra milli. Oft komu þau hjónin á mót skógræktarhreyfingarinnar, þau voru m.a. tíðir gestir á aðalfundum Skógræktarfélags Ís- lands þar sem þau tóku þátt í gleði, söng og samveru skógræktarfólks. Sigurður var höfðingi heim að sækja og standa heimsóknir í Stykkishólm efst fyrir hugskotsjónum. Á heimavelli öðlaðist frásagnalist Sigurður sannar- lega líf því allt nágrennið, hvert hús eða gata var krydduð sögum samtímamanna, ekki síður en um- hverfi og landslag sem vaknaði til lífsins í sagna- bálkum fornsagna Eyrbyggju. Hann hafði unun af því að segja sögur og hló manna hæst þegar hann heyrði aðra segja góðar sögur. Sigurður var stór maður og gat farið mikinn ef honum mislíkaði en fyrst og fremst var Sigurður glaðsinna ljúfmenni sem vildi bæta umhverfi Íslands. Lengst af æfi vann Sigurður hjá Vegagerðinni en stundaði einnig ýmiskonar íhlaupastörf, fiskvinnslu og var um langt árabil umsjónarmaður flugvallarins í Stykkishólmi. Einnig var hann um árabil umsjón- armaður með girðingum og ræktunarstarfi Land- græðslu ríkisins í Helgafellssveit. Fyrir liðlega ári komu skógræktarmenn saman á fagráðstefnu í Stykkishólmi. Sigurður tók á móti hópnum í Sauraskógi og rakti þar nokkuð sögu félagsins og ræktun í Setbergi. Heimsóknin var eftir- minnileg og þrátt fyrir að merkja mætti að röddin væri aðeins farin að gefa sig var enn að heyra sama brennandi áhuga á málefnum skógræktar. Haft var á orði að þar færi maður sem skilað hefði góðu dagsverki. Fundurinn og ferðin í Sauraskóg var lík- lega eitt síðasta skylduverk Sigurður við skógrækt en hann lést 22. desember 2010 og var jarðsettur í Stykkishólmi þann 30. desember að viðstöddu miklu fjölmenni. Brynjólf ur Jóns son

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.