Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 88

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 88
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201186 skógrækt á sínum jörðum og hversu virkan þátt þeir tóku í öllum framkvæmdum. Við teljum að árangurinn af skógræktinni á fyrstu árum Héraðsskóga sé almennt mjög góður, þó auð- vitað sé alltaf eitthvað sem betur má fara. Til dæmis má velta upp þeirri spurningu hvort ekki hefði mátt leggja meiri áherslu á gróðursetningu sitkagrenis og sitkabastarðs á fyrstu árunum í stað lerkis og furu. Einnig er ljóst að grisjunarþörfin er mikil í elstu skógarsvæðunum og mikið átak sem þarf til að koma þeim málum í gott horf. Á fyrstu árum verkefnisins tókst víðtækt sam- komulag margra hagsmunaaðila um að friða fyrir beit í nokkuð samfelldri girðingu stóran hluta lág- lendis á mið- og innanverðu Héraði og var fram- kvæmdin kostuð sameiginlega af þessum aðilum. Þarna voru friðaðir um 30–35 þúsund hektarar. Sam- kvæmt upphaflegri áætlun átti að gróðursetja nytja- skóga í helming þess svæðis. Vegna friðunarinnar er gríðarleg sjálfsáning birkis og víðis á svæðinu og gera má ráð fyrir að þegar fram líða stundir vaxi þar upp þúsundir hektara af birkiskógi til viðbótar við gróðursetta skóginn. Þetta þarf að taka vandlega út og vega inn í upphaflegar áætlanir Héraðsskóga og telja með sem árangur af verkefninu. Þegar horft er til framtíðar þá eiga skógarnir á Héraði eftir gefa eigendum sínum verulegar tekjur, t.d. með sölu skógarafurða. Mikilvægust verður þó sú stórfellda atvinnusköpun sem til kemur vegna nýt- ingar og umhirðu skóganna en þó aðallega vegna úr- vinnslu afurðanna og þess iðnaðar sem henni fylgir. Að lokum viljum við hvetja allt skógræktarfólk til að kynna sér skógræktina á Héraði sér til gagns og gamans. Heimildir Ýmsar tölulegar upplýsingar. Héraðs- og Austurlands- skógar. Í lok ferðar, Helgi, Rúnar og Jóhann.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.