Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 16

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 16
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201114 raunin er ennþá of ung til að hægt sé að mæla með einu kvæmi umfram annað, en hún sýnir hversu óútreiknanlegt evrópulerkið getur verið. Skemmdir af völdum haustkals má finna í miklum mæli hjá öllum kvæmunum. Breytileiki milli trjáa innan hvers kvæmis er einnig gríðarlegur með tilliti til haustkals. Áberandi er, að háfjallakvæmin sýna einnig miklar tilhneigingar til að verða fyrir alvarlegu haustkali. Tilraunin er of ung til að gefa marktækar niður- stöður, en þó virðist sem tilhneiging sé til að fleiri tré séu með gott vaxtarlag og beina stofna, þess ofar í fjöllin sem kvæmið var sótt.4 Þessi vísbending segir skógarplöntuframleiðendum, að betra sé að treysta á kvæmin í Alpafjöllum úr efsta hæðarlaginu, 1750–2200 metra hæð, að minnsta kosti þangað til nákvæmari niðurstöður fást úr ofangreindri tilraun þegar trén eru orðin um áratug eldri. Einnig eru vísbendingar um að evrópulerki spjari sig betur í hallandi landi. Mátti sjá það í lerkitilraun- inni í Holtsdal í mars 2010, að meira virtist vera um léleg tré eða að tré vantaði í raðirnar, þar sem trén höfðu verið gróðursett í láréttari fleti.3 Margreynt er að flatt land býður upp á meiri hættu á kyrrstæðu næturlofti sem kólnar niður fyrir frostmark alveg við yfirborðið, þó að hitinn mælist yfir núlli í staðlaðri veðurathugunarstöð í 2 metra hæð á sama stað. Teg- undir, sem hætt er við haustkali, verður að staðsetja í landslaginu, þar sem kalt næturloft rennur frá þeim. Ætla má að plöntur af fræi frá skógarmörkum kunni almennt betur á stutta sumarið okkar, held- ur en plöntur ættaðar neðar í hlíðunum, þar sem meðalhitinn er hærri. Vísbendingar um fleiri tré með betra vaxtarlag hjá háfjallakvæmum benda til þess hjá evrópulerki. Í samanburðartilrauninni með 39 kvæmi af evr- ópulerki í Holtsdal4 sést berum augum hversu bein- vaxin trén eru, sem ættuð eru úr 1750 metra hæð fyrir ofan bæinn Celerina í Engadindalnum í Austur- Sviss. Önnur tré úr 2100 metra hæð ofan við þorpið Törbel í Suður-Sviss eru einnig ótrúlega beinvaxin. Fleiri kvæmi lofa góðu, t.d. eitt sem kennt er við Sandvika í Noregi, en uppruni þess er óþekktur Ójafnvægi í aðlögun að næturlengd við flutning plantna tæplega 20 breiddargráður í norður, veldur miklum síðvexti og hliðargreinamyndunum á toppsprotanum. Sést oft á evrópulerki hérlendis. Það skiptir engu þó plantan sé tekin við skógarmörk í heimkynnum sínum. Nógu löng nótt í heimkynnum um 15. ágúst sá til þess að sprotinn stöðvaði vöxt í tíma. Sama langa nótt kemur ekki fyrr en 2–4 vikum seinna hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.