Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 9
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 7
trjárækt á Íslandi. Stjórnin sendi nokkrum
sinnum trjáfræ af ýmsum tegundum hingað
til lands eftir það. Gerðar voru tilraunir
með fræ af eplatrjám og baunatrjám svo
fátt eitt sé nefnt, en þessar tilraunir báru
lítinn árangur. Árið 1800 sendi danska
stjórnin bréf til stiftamtmanns og lagði til
að Sandey í Þingvallavatni yrði tekin til
skógræktar, sem ekki varð.
Bjarni „riddari“ Sívertsen, kaupmaður
og útgerðarmaður í Hafnarfirði, kom
með nokkur hundruð skógarplöntur af
ýmsum tegundum frá Skotlandi árið 1813.
Hann hóf ræktunartilraunir, sem skiluðu
nokkrum árangri, en þessi tré fóru mjög
illa þegar tók að kólna á seinni hluta
aldarinnar. Talið er að þau síðustu hafi
kalið og farið forgörðum frostaveturinn
mikla 1918.
Skógræktarfélag Íslands var stofnað á
Þingvöllum á Alþingishátíðinni 27. júní
1930. Aðalhvatamaðurinn að stofnun
félagsins var Sigurður Sigurðsson búnaðar-
málastjóri sem hafði í rúman aldarfjórðung
unnið að því að auka áhuga á trjárækt í
landinu. Hann vakti máls á því sumarið
1928 að margar þeirra erlendu trjátegunda
sem gróðursettar höfðu verið frá alda-
mótum væru farnar að vaxa og dafna og
full ástæða væri til að taka næsta skref,
með stofnun skógræktarfélags á landsvísu.
Fyrstu þekktu trjáræktartilraunir
Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar til
að rækta erlendar trjátegundir á Íslandi.
Danska stjórnin veitti árið 1764 Jóni
Grímssyni 80 ríkisdala styrk og síðan
næstu þrjú ár til að gera tilraunir með
Skógræktarfélag Íslands 90 ára
Íslenskur birkiskógur. Víða eru að vaxa upp fallegir birkiskógar, en skógræktarfélögin hafa verið stórvirk í gróður-
setningu birkis hérlendis. Mynd: Brynjólfur Jónsson