Skógræktarritið - 15.05.2020, Blaðsíða 13
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 11
Fyrstu sporin voru þung
Það blés ekki byrlega í fyrstu þar sem
tvö skógræktarfélög höfðu verið stofnuð
með stuttu millibili sem báru sama nafn;
Skógræktarfélag Íslands. Fyrra félagið
var stofnað á Akureyri og hið eiginlega
Skógræktarfélag Íslands var stofnað á
Þingvöllum. Þetta olli nokkurri óeiningu,
m.a. innan nýkjörinnar stjórnar, sem
reyndist ekki eins samstíga og vonir
stóðu til. Það leið ekki á löngu áður en
Norðlendingar breyttu nafni félagsins í
Skógræktarfélag Eyfirðinga, sem er án
nokkurs vafa elsta starfandi skógræktar-
félagið í landinu. Þetta mál varpaði
óneitanlega skugga á stofnfundinn á
Alþingishátíðinni, sem fékk minni athygli
en efni stóðu til. Þeir rúmlega 600 sem
höfðu gefið loforð um að ganga í félagið
skiluðu sér ekki allir. Það voru eingöngu
d) að hvetja einstaklinga og félög til að
gróðursetja tré og runna kringum hús og
bæi.
e) að komið verði upp sérstökum trjáræktar-
svæðum.
f) að vinna að verndun þeirra skógarleifa,
sem nú eru í landinu.
g) að leita samvinnu við skóggræðslu
ríkisins til framkvæmda á verkefnum
félagsins.
h) að leita fjárhagslegs stuðnings frá ríkinu,
félögum, stofnunum og einstaklingum.
Fyrsta stjórn félagsins var kosin á
fundinum og var hún skipuð eftirfarandi
mönnum: Einar Árnason fjármálaráðherra,
Jón Ólafsson alþingismaður og bankastjóri,
Maggi Júl. Magnús læknir, Hólmjárn
J. Hólmjárn efnafræðingur og Sigurður
Sigurðsson búnaðarmálastjóri, sem var
fyrsti formaður félagsins.
Sólsetur yfir skógi. Útivistarskógarnir sem skógræktarfélögin hafa ræktað eru bæði falleg umgjörð fyrir útiveru og
hafa margvísleg jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir