Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 17

Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 17
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 15 Hjöllum í Vatnsendalandi. Jafnframt var þess getið að gera þyrfti það sama við skógarleifarnar í Vífilsstaðahlíð sem var í landi Ríkisspítalanna. Þar var lágvaxinn gróður sem átti í mikilli baráttu við náttúruöflin og búfjárbeit, en ekki síður mannfólkið sem hafði um aldir sótt efnivið í þessa skóga. Búið var að fella stærstu trén fyrir löngu og taka talsvert af kjarri til kolagerðar og hrís til upphitunar húsa. Nauðsynlegt var að bregðast hart við og friða þessa reiti og næsta nágrenni áður en það yrði um seinan. Þessari málaleitan var vel tekið en þegar heimsstyrjöldin síðari brast á hægðist á málinu. Skógræktar- félag Íslands gekkst fyrir fjársöfnum til kaupa á girðingarefni árið 1941 sem gekk vel. Var girðingarefni keypt um leið og það var fáanlegt og Alþingi samþykkti sérstök lög árið 1942, þar sem bæjarstjórn Reykjavíkur var heimilað að taka spildu úr landi Vatnsenda til friðunar. Það var ekki fyrr en 1948 að hafist var handa við að girða Heiðmerkurlandið. Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður og fyrsti framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur stjórnaði verkinu. Girðingin náði í fyrstu frá Hólmshrauni, um Elliða- vatnsheiði og um hluta lands Vatnsenda. Flatarmál hins friðaða lands var 13,5 ha, en lengd girðingar er 18,5 km. Skógræktar- félag Reykjavíkur tók við starfseminni í Heiðmörk eftir stofnun þess. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 1947 að stofna friðland og skemmtigarð fyrir Reykvíkinga og aðra landsmenn í Heiðmörk. Svæðið var formlega opnað árið 1950 og sjö árum seinna bættust Hjallar og Vífilsstaðahlíð við úr landi Vífilsstaða og að hluta til úr afrétti Garðakirkju. Svæðið var reitað niður í landnemaspildur og komu fjölmörg félög og hópar að ræktunarstarfinu næstu árin. Meginþungi starfsins hefur samt sem áður alla tíð hvílt á Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þarna er núna eitt glæsileg- asta skógarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sannkölluð útivistarperla. á aðalfundi 1934, en fjárráð voru ekki mikil. Árni G. Eylands bauðst þá til að gangast fyrir fjársöfnun meðal innlendra og erlendra fyrirtækja sem gátu útvegað girðingarefni. Þetta gekk það vel að Skógræktarfélagið réðst í að girða skóginn í júní 1935 og stjórnaði Hákon Bjarnason verkinu. Þrátt fyrir góðan ásetning hélt girðingin ekki alveg nógu vel og áfram var nokkur beit í skóginum, uppblásturinn hætti ekki alveg og nýgræðingi gekk ekki vel að komast á legg. Girðingin var tekin niður þegar land þjóðgarðsins í Skaftafelli var girt af. Nýskógur tók að dafna þegar uppgræðsla hófst á aurunum neðan við skógartorfuna. Síðustu áratugina hefur vöxtulegur ungskógur vaxið upp af sjálfs- sánum fræjum frá Bæjarstaðaskógi um allan Skeiðarársand. Friðun skógarleifa við Reykjavík Sigurður búnaðarmálastjóri vék úr formannssætinu árið 1934 þegar Árni Friðriksson fiskifræðingur tók við formennskunni og gegndi henni til ársins 1937, þegar Árni G. Eylands ráðunautur og framkvæmdastjóri vélasjóðs tók við. Hann átti stóran þátt í að tæknivæða landbún- aðinn á Íslandi. Hákon Bjarnason var skipaður skógræktarstjóri 1935 og gegndi því starfi af miklum heilindum í 40 ár allt til 1977. Starf Hákonar var víðfeðmara en hægt er að gera sér í hugarlund. Hann lét sig allt sem tengdist skógrækt skipta máli og fyrir tilstilli hans og óbilandi trú á þessu mikilvæga málefni urðu stórtækar framfarir og mörg afar mikilvæg skref tekin í skógræktarmálum á meðan hans naut við. Árið 1936 nefndi hann í skýrslu sinni, sem birt var í Ársriti Skógræktar- félags Íslands, að huga þyrfti að friðun síðustu skógarleifanna í nágrenni Reykja- víkur. Tveimur árum seinna skoraði stjórn Skógræktarfélags Íslands á bæjarráð Reykjavíkur að friða kjarrið í Hólmshrauni, á Elliðavatnsheiði og undir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.