Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 18
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202016
félagi Íslands með einum eða öðrum
hætti. Þetta kallaði á lagabreytingar og á
aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 1938
var lögunum breytt á þann hátt að önnur
skógræktarfélög gátu sótt um að vera
sambandsfélög Skógræktarfélagsins. Sama
ár voru stofnuð tvö ný félög, annarsvegar
Skógræktarfélag Austurlands og hins vegar
Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Þegar
Skógræktarfélag Íslands varð tíu ára var
aðalfundurinn haldinn í fyrsta sinn utan
Reykjavíkur. Hann fór fram á Laugarvatni
og var Valtýr Stefánsson ritstjóri kosinn í
stjórn. Honum var strax falin formennska
í félaginu, sem hann gegndi farsællega í tvo
áratugi. Skógræktarfélag Skilmannahrepps
var stofnað 1939 og árið eftir voru stofnuð
fjögur félög, Skógræktarfélag Árnesinga,
Svarfdæla, Siglufjarðar og Seyðisfjarðar.
Með skógræktarlögunum árið 1940 var
Skólabörn gróðursetja trjáplöntur
Vorið 1937 var gerð tilraun til að láta
barnaskólabörn gróðursetja trjáplöntur í
nágrenni Reykjavíkur. Norska skógræktar-
félagið gaf talsvert magn af plöntum og 100
plöntuhaka. Þetta heppnaðist ekki alveg
nógu vel, en engu að síður var haldið áfram
á sömu braut næstu tvö ár. Á stríðsárunum
var ekkert gróðursett vegna þess að það
vantaði plöntur. Þessi siður var tekinn
upp aftur eftir seinni heimsstyrjöldina,
þegar skólar víðsvegar um land fengu
landnemaspildur til ræktunar hjá sínum
héraðsfélögum. Fyrir utan Skógræktarfélag
Íslands voru þrjú önnur skógræktarfélög
starfandi á landinu sem höfðu ekki nein
sérstök tengsl sín á milli. Árið 1938 voru
margir farnir að velta því fyrir sér hvort
ekki ætti að stofna héraðsskógræktar-
félög víðar, sem gætu tengst Skógræktar-
Daggardropar glitra á bakkaplöntum sem bíða gróðursetningar í Landgræðsluskóga. Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir