Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 21
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 19
Skógarfuran, sem margir höfðu mikla trú
á, fór mjög illa af völdum furulúsar á sjötta
áratugnum. Þetta varð til þess að sumir
misstu trúna á skógrækt, en skógræktarfólk
lét ekki hugfallast. Annað stóráfall varð
vorið 1963 sem olli talsverðum áhyggjum.
Fyrri hluta árs var óvenju hlýtt í veðri sem
varð til þess að aspir og fleiri trjátegundir
tóku við sér fyrr en ella. Þann 9. apríl gekk
á með norðangarra, miklum kulda og hreti
á suðvestan- og sunnanverðu landinu.
Afleiðingarnar voru þær að aspir og fleiri
tegundir urðu fyrir áfalli. Skógræktar-
fólk áttaði sig á því að kvæmi og klónar
sem komu frá svæðum þar sem vetur eru
að jafnaði kaldir henta illa á sunnan- og
vestanverðu landinu, einkum nærri sjávar-
síðunni. Áfallið kom illa við marga og setti
strik í reikninginn, en það var ástæðu-
laust að láta hugfallast. Þetta var hluti af
því sem reikna mátti með á norðlægum
keyptu Skógræktarfélag Kjósarsýslu og
Skógræktarfélag Kópavogs jörðina Fossá
í Hvalfirði til helminga, en eignarhaldið
hefur breyst þannig að Skógræktarfélög
Kjósarhrepps, Kjalarness og Mosfellsbæjar
eiga helming jarðarinnar á móti Skógræktar-
félagi Kópavogs.
Kuldatíð og lúsafaraldur
Þegar Skógræktarfélag Íslands hélt upp
á þrjátíu ára afmæli sitt árið 1960 var
gerður veglegur myndskreyttur bæklingur
sem sendur var inn á hvert einasta heimili
í landinu. Árið 1961 tók Mýrdælingurinn
Hákon Guðmundsson yfirborgardómari
við formennsku í Skógræktarfélagi
Íslands og gegndi því hlutverki í áratug.
Hákon var mikill áhugamaður um land-
og skógfræðslu og var jafnframt fyrsti
formaður Landverndar. Hann átti þar að
auki sæti í Náttúruverndarráði.
Kaffihressing á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Kirkjubæjarklaustri árið 1957. Mynd: ljósmyndari óþekktur