Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 24
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202022
fjölmennur hópur. Almenningur tók átakinu
vel og unga fólkið lét til sín taka víða um
land. Reykvíkingar gróðursettu 30 þúsund
skógarplöntur og annarsstaðar á landinu
var efnt til skógræktardaga sem skiluðu
ágætum árangri. Vigdís Finnbogadóttir,
nýkjörin forseti, tók að sér það hlutverk að
vera sérstakur verndari trjáræktar á Íslandi.
Skógardagurinn var haldinn í fyrsta sinn
4. júní 1982 og tóku flest skógræktarfélög
landsins þátt í honum. Þessi dagur varð
síðan fastur liður næstu árin og jafnan
efnt til allskonar viðburða í tilefni dagsins
víðsvegar um land.
Brynjudalur
Árið 1984 varð Hulda Valtýsdóttir
formaður Skógræktarfélags Íslands. Hulda
var dóttir Valtýs Stefánssonar, sem var
formaður félagsins 1940-1961. Hún ólst
upp við það að Skógræktarfélag Íslands
var jafn eðlilegur þáttur af daglegu lífi
og blaðamennskan sem faðir hennar og
seinna hún sjálf stunduðu. Hulda hafði
mikinn áhuga á skógræktarmálum og
næstu árum safnaðist upp ágætis frælager
og smám saman minnkaði þörfin. Norski
fræbankinn á Hamri sá um frægarðinn og
safnaði fræinu. Þegar Íslendingar tóku við
rekstrinum árið 2000 var samningurinn við
fræbankann á Hamri framlengdur. Þegar
hér var komið var mikið af sitkagreninu
orðið úr sér vaxið en stafafuran gaf áfram
af sér ágætt fræ. Með tímanum minnkaði
áhuginn á því að nýta norska fræbankann
og aukin áhersla var lögð á fræsöfnun á
Íslandi, sem hefur gefið ágætlega af sér.
Ár trésins
Þegar haldið var upp á 50 ára afmæli
Skógræktarfélags Íslands árið 1980 var
efnt til samstarfs við Skógrækt ríkisins
um umfangsmikið átak undir heitinu „Ár
trésins“. Þetta heppnaðist ágætlega og
varð til þess að áhugi á skógrækt jókst til
muna, sérstaklega í sveitarfélögum þar sem
skógrækt hafði verið takmörkuð. Fram að
þessu höfðu úrtöluraddir þeirra sem voru
andvígir skógrækt verið nokkuð háværar,
en þarna kom í ljós að þetta var ekki
Skógræktarfélag Íslands hefur í hartnær þrjátíu ár verið með jólatrjáasölu í Brynjudal í Hvalfirði og hafa þúsundir sótt
sér jólatré þangað. Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir