Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 29
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 27
Þetta þýddi að það var gróðursett ein
planta fyrir hvert mannsbarn á Íslandi.
Sannarlega stórhuga verkefni sem
naut stuðnings Búnaðarbanka Íslands
og fleiri aðila. Landgræðslan kostaði
kortavinnu vegna skipulagningar verkefn-
isins og Vegagerðin lagði til girðingar
og gekkst fyrir friðun þeirra svæða þar
sem gróðursett var. Staðirnir sem urðu
fyrir valinu voru Reykholt í Borgarfirði
á Vesturlandi, Gaddstaðir á Suðurlandi,
Heydalir í Breiðdal á Austfjörðum, Steins-
staðir í Skagafirði á Norðurlandi og á
Vestfjörðum urðu landspildur í Holti,
Fitjum, Skriðnafelli og Hreggstöðum fyrir
valinu. Almenningur var hvattur til að
taka þátt í gróðursetningunni og buðu
fyrirtækin SS og Egill Skallagrímsson
öllum sem mættu upp á pylsur og
drykki. Með ræktun Aldamótaskóga
var hugmyndin að skapa kjörsvæði fyrir
útivist og náttúruupplifun í samtíð og
framtíð.
heilsubótar. Svæðin sem hafa verið opnuð
eru orðin sextán talsins og það sautjánda
bætist við á þessu ári.
Aldamótaskógar
Haustið 1999 hófst undirbúningur fyrir
70 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands.
Margt var rætt en ákveðið var að minnast
afmælisins í anda þess sem gert var 1980
og 1990 þegar félagið fagnaði álíka stórum
áföngum. Ákveðið var að halda hátíðar-
samkomu á Þingvöllum á afmælisdegi
félagsins 27. júní 2000. Þangað var
formönnum aðildarfélaga boðið ásamt
fjölda velunnara félagsins. Afmælishátíðin
heppnaðist vonum framar og bárust
stórgjafir sem komu að góðum notum.
Meginverkefni afmælisársins var fólgið í
verkefni sem fékk nafnið Aldamótaskógar,
sem var táknræn gjöf til íslensku þjóðar-
innar. Gróðursettar voru trjáplöntur á
fimm stöðum á landinu, jafnmörg tré
og íbúar landsins voru á þessum tíma.
Kaffihlé við gróðursetningu í Aldamótaskóginum á Gaddstöðum árið 2000. Mynd: Brynjólfur Jónsson