Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 34
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202032
vel við og veita upplýsingar um hvaðeina
sem snýr að skógrækt og skyldum
málum. Starfsfólkið fer í heimsóknir til
skógræktarfélaga á hverju ári og veitir
margskonar aðstoð og ráðgjöf. Stjórn
félagsins fær fjölbreytt erindi inn á sitt
borð og eru stjórnarfundir haldnir einu
sinni í mánuði og oftar ef ástæða þykir
til. Samskipti við ráðuneyti og önnur
stjórnvöld, Skógræktina, Landgræðsluna,
Landssamtök skógareigenda og aðra
hagsmuna- og fagaðila eru mikil. Stöðugt
koma upp mál sem þarf að taka á og
leysa hratt og vel. Fulltrúar félagsins
eiga sæti í innlendum og alþjóðlegum
nefndum og ráðum sem fullgildir
meðlimir eða áheyrnarfulltrúar með
tillögurétt. Hverskonar samskipti við
innlend og erlend fagfélög, sérfræðinga
og alþjóðastofnanir eru í höndum starfs-
fólks og stjórnar. Félagið hélt lengi vel
utan um skipulagningu skiptiferða, en eftir
að þær lögðust af hefur félagið skipulagt
skoðunarferðir til áhugaverðra staða í
heiminum þar sem skógræktarfólki gefst
tækifæri á að kynnast ólíkum stöðum
og starfsemi tengdri skógrækt. Þessar
ferðir hafa jafnan verið fjölsóttar og
Stefnumótun
Skógræktarfélag Íslands lauk við
stefnumótun sína vorið 2018, en vinna við
hana stóð yfir í tvö ár. Stefnumótunin var
lögð fyrir aðalfund félagsins í sumarlok
og þar var hún staðfest. Undirritaður
var samningur kirkjustjórnar Íslands
og Reykholtskirkju við Skógræktar-
félag Borgarfjarðar og Skógræktarfélag
Íslands um stækkun skógræktarsvæðisins
í Reykholtslandi í júní. Samningur um
afnot Skógræktarfélags Íslands af hluta
lands Skálholts var undirritaður í júlí sama
ár. Þar er ætlunin að rækta yndisskóg og
Kolviðarskóg sem mun nýtast almenningi
til útivistar í framtíðinni.
Helstu verkefni
Eitt helsta verkefni Skógræktarfélags
Íslands á hverju ári er fólgið í margskonar
aðstoð, ráðgjöf og samstarfi við einstök
aðildarfélög. Skógræktarfélagið hefur
staðið fyrir reglubundnu fræðslu- og
leiðbeiningastarfi fyrir almenning. Starfs-
fólk félagsins er boðið og búið að veita
hverskonar ráð enda leita að jafnaði
margir til félagsins í gegnum síma eða
tölvupóst. Reynt er að bregðast hratt og
Björgunarsveitarfólk, sjálfboðaliðar og starfsfólk Skógræktarfélags Íslands gróðursetur Rótarskotsplöntur á Þorláks-
hafnarsandi árið 2019. Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir