Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202054
Það á t.d. við um bæði birki og greni.
Svepptegundir eru líka missérhæfðar á þær
trjátegundir sem þær mynda svepprót með.
Kúalubbi, lerkisveppur og furusveppur eru
tiltölulega sérhæfðir og bundnir við birki-,
lerki- og furuættkvíslirnar. Kóngssveppur
er það ekki og hefur t.d. ekkert á móti því
að komast í samband við rætur sitkagrenis
(mynd 15). Ólíkt birki og fjalldrapa
hefur sitkagreni mikinn vaxtarþrótt og
næga aukaorku til þess að kóngsveppur
á rótum þess geti myndað sveppaldin í
flestum árum. Sitkagreniskógar hafa á
undanförnum árum orðið vinsælir til
sveppatínslu, ekki síst út af voninni á
að finna kóngssvepp, sem er að reynast
algengari á Íslandi en menn héldu.3 Eða
hugsanlega er hann orðinn algengari vegna
komu sitkagrenis.
Ný heimkynni burkna
Burknar eru almennt sjaldséðir á Íslandi
samanborið við mörg önnur lönd. Það
tengdur við birkiskóga, enda myndar hann
svepprætur á birkitegundum. Ég hef aldrei
fundið hann í birkiskógi og aðeins einu
sinni í fjalldrapamóa. Hann er einna best
þekktur fyrir að vera frekar sjaldgæfur
hérlendis. Sennilega eru sveppaldin
kóngssvepps sjaldgæfari en sjálf tegundin.
Þar á ég við að aldinin eru stór og
massamikil og safna þarf saman talsverðri
orku til að mynda þau. Hægvaxta birki
og fjalldrapi virðast sjaldnast veita
svepprótum sínum næga orku á einu sumri
til að hægt sé að mynda hin stóru aldin
kóngssvepps þó svo að svepptegundin
kunni að vera til staðar meðal svepprótar-
sveppanna á rótunum. Það má einnig vera
að frændi kóngssveppsins, kúalubbi, sem
virðist eingöngu tengdur birkitegundum,
keppi við kóngsveppinn um næringu frá
rótum trjánna og hafi betur.
Flestar trjátegundir geta myndað
svepprótarsambönd með nokkrum
tegundum sveppa, sumar með mörgum.
13. mynd. Barrfinkur hafa orpið óreglulega á Íslandi en gætu numið land á komandi árum. Mynd: Örn Óskarsson