Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 57
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 55
að segja sakna ég þess að sjá meira af
burknum í íslenskum skógum. Þeir sem
maður sér helst í birkiskógum eru þrílauf-
ungur og þríhyrnuburkni, báðir fremur
litlir og sjaldséðir. Í birkiskógum landsins
eru burknar ekki meðal einkennandi
plantna og sjaldnast til staðar enda
skógarnir flestir lágvaxið kjarr og veita
því lítið vetrarskjól. Auk þess kemst mikil
birta niður í skógarbotninn og ljóselskari
plöntur en burknar ná því yfirleitt að verða
ríkjandi.
Í skógrækt eru tré yfirleitt gróðursett svo
þétt að þau ná að þekja landið vel. Þegar
um sígræn tré er að ræða þýðir það að
þau skyggja út nánast allan þann gróður
sem fyrir var á svæðinu, enda yfirleitt
berangursgróður sem er ekki skuggþolinn.
Þegar síðan skógarnir eru grisjaðir eða stök
tré falla í hvassviðri eykst birta í skógar-
botninum og ýmsar plöntutegundir geta
numið land. Það eru þó sjaldnast þær sömu
vantar ekki að á Íslandi séu allmargar
tegundir burkna en hver þeirra er
takmörkuð að útbreiðslu eða hreinlega
sjaldgæf. Það vantar ekki heldur að hér
séu til stórir burknar sem væru áberandi í
gróðrinum ef þeir væru algengari. Má þar
nefna stóraburkna, fjöllaufung, dílaburkna
og þúsundblaðarós (mynd 16) sem vaxa
mest í hraungjótum og snjódældum á
snjóþyngstu stöðum landsins. Sá algeng-
asti er tófugras, lítill burkni sem er óvenju
harðger og vex gjarnan í klettaveggjum.
Fyrir utan tófugras virðast burkna-
tegundir ekki þola við á því landi sem
Ísland hefur helst upp á að bjóða –
berangri. Sumir, eins og skjaldburkni og
skollakambur, eru sígrænir og því háðir
mjög góðu skjóli eða snjóþekju að vetrar-
lagi. Aðrir eru sumargrænir en virðast samt
þurfa vetrarskjól.
Víða um heim eru burknar hvað algeng-
astir sem skógarbotnsplöntur og satt
14. mynd. Eyrugla þekkist varla frá branduglu nema þegar hún situr og sperrir „eyrun“. Hún er því sennilega
algengari varpfugl í grenilundum en við höldum. Mynd: Örn Óskarsson