Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 64

Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202062 kassa, fóðurtrogi og loki á sinn stað áður en flugurnar kæmu. Svo var það tékklistinn: Galli, hanskar, stígvél, ósari, brenni, eldspýtur, skafa, frjódeig, sykurlögur og fleira. Býflugur á Íslandi nefnast Buckfast og eru fluttar inn af Bý og koma frá Álandseyjum. Álandseyjar eru einn af fáum stöðum í heiminum sem eru með ósýktar og heilbrigðar flugur. Við erum svo ótrúlega heppin að geta keypt flugur þaðan en þangað fer hópur af frábæru fólki eina ferð að vori til að safna saman flugum, pakka þeim í kassa, undirbúa fyrir flug og koma þeim heilum heim. Vorið 2019 komu rúmlega 70 býflugnabú til landsins. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð þegar ég keyrði frá Kópavogi þar sem flugurnar voru afhentar með tvo kassa fulla af suðandi flugum. Ég var í raun ekki viss um hvað ég hafði komið mér út í og að koma flugunum úr kassanum í býflugna- búið var alveg yfirþyrmandi en það tókst. Síðan kynntist ég þessum elskum og eftir það varð lífið að suðandi hamingju. Að vera býfluga Að vera býfluga er harður heimur en alveg töfrandi að fylgjast með. Munurinn á býflugum, humlum og geitungum er sá að býflugurnar safna sér vetrarforða en humlur og geitungar lifa fyrir daginn í dag. Flugurnar eru líka mjög kröfuharðar enda eru þetta villt dýr og hika ekki við að stinga af ef þeim finnst vistin ekki góð. Býflugur eru: skipulagðar, hreinlátar, duglegar, útsjónarsamar, afkasta- miklar, umhyggjusamar, verkfræðingar, landkönnuðir, áræðnar, kröfuharðar, lausnamiðaðar og svona mætti lengi telja. Já og þær eru ómissandi í fæðukeðjunni okkar, án þeirra væri heimurinn frekar grár. Þær hafa sem sagt alla þá eiginleika sem mig dreymir um að hafa og þó það væri ekki nema brotabrot þá væri ég himinsæl. Í mínum rússíbanahuga eru þær fullkomnar með fullkomið samfélag þar sem allt gengur upp og ef það gengur ekki alveg eins og áætlað er þá leysa þær málin og ekkert vesen. Ég ætlaði upphaflega að vera með tvö bú en það er svo yndislegt að rækta þannig að þau hafa flest orðið tíu en síðastliðið haust vetraði ég sjö bú og það er alveg ágæt tala til að hugsa um. Nú er bara að vona að þær lifi veturinn af og verði suðandi kátar þegar vorið kemur. Þegar býflugurnar vakna af vetrardvala í mars-apríl þá byrja þær á skítaflugi. Þær skíta nefnilega ekkert yfir veturinn og þeim er verulega mál þegar vorið kemur. Þá hendast þær út, allar í einni kös og nánasta umhverfi verður doppótt með öllum blæbrigðum af gulum upp í brúnan lit. Eftir Allir þurfa vatn. Fífillinn er mikilvægur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.