Skógræktarritið - 15.05.2020, Qupperneq 71

Skógræktarritið - 15.05.2020, Qupperneq 71
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 69 var óstöðvandi í ræktunarverkefninu. Á besta túnblettinum bjó hún til beð, sum fyrir forræktun á trjáplöntum, önnur fyrir grænmeti og einnig fyrir skrautblóm. Oddný var með brennandi ræktunaráhuga og las sér til um allt sem hún komst yfir um ræktunar- aðferðir, tegundir, kvæmi, grænmeti, skrautrunna og margt annað sem viðkom áhugamálinu hennar2. Hún hafði „græna fingur“ og ræktunarstarfið bar árangur. Tré og gróður stækkaði og fjölskyldan hennar stækkaði einnig (3. mynd). Börnin fimm ásamt vinnufólki á bænum lærðu fljótt að meta fjölbreytilegt mataræði með grænmeti nánast allt árið. Þegar gestir komu í heimsókn eða til að aðstoða Oddnýju með að taka til í garðinum fengu þeir oft afleggjara með sér heim í þakklætisskyni. Til að byrja með voru afleggjarar frá Oddnýju gróðursettir hjá vinafólki í sveitinni eða á Kolbeinstanga en það gekk misvel. Mörg tré hurfu jafnóðum ef ekki var girt af. Það kom líka fyrir að blóm og runnar hurfu þrátt fyrir góðar girðingar. Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir frá Ytri-Hlíð Markviss skógrækt, garðyrkja og grænmetisræktun byrjaði í Vopnafirði þegar vakning innan skógræktar á Íslandi hófst rétt fyrir aldamótin 1900. Frumkvöðull skógræktar í Vopnafirði var mjög óvenjuleg kona, sem að mörgu leyti var langt á undan sinni samtíð. Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir hét hún, fædd 28. febrúar 1891 á Bustarfelli í Vopnafirði. Með henni hófst skógrækt í Vopnafirði (2. mynd). Skógræktarsaga Vopnafjarðar hófst óformlega þegar Oddný kom heim eftir dvöl í Hússtjórnaskólanum í Reykjavík árið 1918. Í náminu bauðst tækifæri til að taka námskeið í skóg- og garðrækt í Gróðrarstöðinni í Reykjavík (Gróðrar- stöð Einars Helgasonar við Laufásveg). Þar vaknaði áhugi fyrir ræktun hjá ungu konunni. Síðan fór hún til Noregs í þrjú ár og upplifði þar hvaða áhrif skógurinn hafði á nærumhverfið. Hún sá garða í fullum skrúða, grænmetisgarða þar sem hægt var að uppskera grænmeti til að bæta mataræði með og einnig sá hún fjölbreytta tegundir berjarunna og ávaxtatrjáa. Upplifun og þekking bæði frá námi og utanlandsferðinni hafði mikil áhrif á Oddnýju1. Þegar hún kom aftur heim á æskuheimilið bað hún pabba sinn um smá skika undir ræktun, sem hún fékk. Hér hófust fyrstu ræktunar- tilraunir hennar úr fræjum, græðlingum og hríslum sem hún hafði með sér heim eða tók úr Bustarfellsskógi, sem er náttúrulegur birkiskógur innst í Hofsárdalnum. Oddný giftist Friðriki Sigurjónssyni frá Ytri-Hlíð í Vesturárdal árið 1924. Þar fékk hún bóndann sinn til að girða af spildu í kringum íbúðarhúsið, sem hún ætlaði í trjá- og garðrækt. Bændurnir í Vopnafirði áttu ekki til orð, voru yfir sig hneykslaðir yfir þessari heimsku; að láta konu fá hluta af besta túnblettinum til að rækta tré, sem allir vissu að aldrei myndu vaxa á Vopnafirði. En Friðrik stóð með konu sinni og Oddný 2. mynd. Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir, ung í Bustarfellsskógi. Mynd: Valgerður Friðriksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.