Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 79

Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 79
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 77 sumum svæðum (sem er svipað og meðal ársúrkoma í Reykjavík). Fóru skógar illa út úr veðrinu, en mikið stormfall varð. Alls féllu rúmlega 41 þúsund hektarar skógar, eða um 8,7 milljón m3 viðar í storminum, sem er álíka magn og er fellt úr öllum skógum Ítalíu árlega. Að fyrirlestrum um skógrækt loknum fengu ferðalangarnir leiðsögn um safnið, sem er bæði fjölbreytt og skemmtilega upp sett. Safnið er byggt upp í kringum fræðslu um Dólómíta-fjöllin og nágrenni þeirra, auk almennrar umhverfisfræðslu. Eftir safnið gafst svo aðeins frjáls tími sem ferðalangarnir nýttu hver eftir sínum áhuga – sumir héldu aftur í gamla bæinn til að skoða byggingar þar nánar, aðrir tóku kláf upp á Monte Bodone fjallið, en þar er mjög gott útsýni yfir Trento, eða bara heim á hótel til að hvíla sig og melta fróðleikinn frá safninu. Síðdegis var svo komið að heimsókn í Buonconsiglio-kastalann. Byrjað var að byggja hann í byrjun 13. aldar og byggt við hann í gegnum aldirnar, þannig að innan hans má sjá byggingarstíla frá ýmsum tímum. Kastalinn var biskupasetur frá 14. öld fram til loka 18. aldar, en biskupar í Trentino voru einnig furstar, svo þetta var valdamiðja héraðsins. Kastalinn er þekktur fyrir vel varðveittar freskur, en þeirra frægastar eru freskur í Arnarturninum (Torre Aquila), sem sýna mánuði ársins. því sem er víðast hvar annars staðar á Ítalíu er meirihluti skóglendis í opinberri eigu. Sérstaka athygli Íslendinganna vakti líka að skógræktin þarna reiðir sig eingöngu á sjálfssáningu til endurnýjunar skóglenda og hafa ekki verið gróðursettar plöntur þarna í áratugi. Fyrir vikið hafa núverandi kynslóðir skógfræðinga þarna enga reynslu af slíkri iðju. Buðumst við Íslendingarnir til að kenna þeim það, enda með mikla reynslu af því að pota plöntum í jörðu! Reyndar háttar þannig til nú að skógræktendur þarna þurfa að huga að gróðursetningu, vegna þess hversu mikið af skógi féll í Vaia-storminum. Dagana 27. – 30. október 2018 fór Vaia stormurinn um N-Ítalíu, með vindhraða milli 50-60 m/s, sem er sjaldgæfur vindstyrkur á þessum slóðum, auk þess sem úrkoma sem fylgdi storminum fór upp í um 800 mm á Ferðalangarnir hlýða á fyrirlestra um skóga og skógrækt á svæðinu í náttúrufræðisafninu í Trento. Hér er það Marco Ciolli, prófessor í hagnýtri vistfræði, sem fjallar um landslagsbreytingar í héraðinu undanfarna öld. Mynd: RF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.