Skógræktarritið - 15.05.2020, Qupperneq 84
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202082
lofti súlnagangnanna eru vel varðveittar
og fallegar freskur frá 14. og 15. öld. Frá
kirkjunni var svo haldið að biskupahöll-
inni (Hofburg) sem nú er safn. Safnið
er stórt (enda höllin ekkert smáhýsi),
en alls spannar það 70 herbergi með
ýmsum kirkju- og trúarlegum munum –
líkneskjum, málverkum, krossum, biskupa-
klæðum og margt fleira.
Því næst var haldið upp í rútu og haldið
til bæjarins Bozen (Bolzano upp á ítölsku),
en bærinn er nú einna þekktastur fyrir safn
tileinkað ísmanninum Ötzi, sem fannst í
Ötztal Ölpunum árið 1991 og er talinn vera
um 5.300 ára gamall. Að sjálfsögðu var
safnið heimsótt, en auk þess gafst tími til að
fá sér hádegisverð og skoða sig um í bænum,
en í miðbæ Bozen má sjá fallegar miðalda,
gotneskar og rómanskar byggingar og má
þar sérstaklega nefna dómkirkju bæjarins,
með sitt mynstraða þak.
kastalanum yfir nálægar sveitir, auk þess
sem kastalinn sjálfur er afar áhugaverður
skoðunar. Kastalinn var að mestu byggður
í tveimur lotum, á 12. og 13. öld. Hann
átti sitt blómaskeið á 14. öld og fram á 15.
öld, sem stjórnarsetur svæðisins, en árið
1420 færðist það til Innsbruck og ákveðið
hnignunarskeið tók við. Kastalinn var
gerður upp í kringum aldamótin 1900 og
hýsir nú safn um sögu Tíról, þar sem meðal
annars má sjá elsta málverk af skjaldar-
merki S-Tíról.
Frá Meran var svo ekið til Brixen
(Bressanone) þar sem gist var það sem eftir
var ferðar.
Sunnudagur 29. september
Þessi dagur var helgaður Brixen. Byrjað
var á því að ganga frá hótelinu að
dómkirkju bæjarins og hún skoðuð, auk
súlnagangna sem liggja út frá henni, en í
Ferðalangarnir skoða merkilegar freskur í súlnagöngum
til hliðar við dómkirkju Brixen. Mynd: RF
Líkneski í safninu í biskupahöllinni í Brixen. Eitt af
mörgum dæmum um útskurð í safninu. Mynd: RF