Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 85
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 83
Að bæjarskoðun lokinni var svo haldið
aftur í náttstað í Brixen.
Mánudagur 30. september
Nú var komið að því að halda aftur til
fjalla og byrjað á því að aka til Puez-Geisler
þjóðgarðsins, til Treffpunkt Zans. Þar hitti
hópurinn aftur Maríu sem messað hafði
yfir okkur á safninu í Trento, auk Fabio
Maistrelli, frá skógstjórninni í S-Tíról.
Eftir stutta kynningu á svæðinu var haldið
í skógargöngu, en á þessu svæði er bæði
mjög falleg fjallasýn og áhugaverðir
skógar, með rauðgreni, lerki, sembrafuru
og skógarfuru. Í göngunni sagði ítalska
skógarfólkið nánar frá utanumhaldi
skóganna í S-Tíról, en skóginum er skipt
upp í 20-30 ha vinnureiti, sem kortlagðir
eru reglulega til að fylgjast með standandi
rúmmáli timburs. Innan þjóðgarðsins
er svo að sjálfsögðu áhersla á verndun
vistsvæða og var gengið fram hjá ýmsum
áhugaverðum fræðsluskiltum um flóru og
fánu þjóðgarðsins, auk þess sem sjá mátti
dádýr innan girðingar í skóginum.
Þekktasti „íbúi“ Bozen – eftirmynd af ísmanninum Ötzi
á safni tileinkað honum. Frumeintakið er töluvert hrör-
legra og það viðkvæmt fyrir birtu að bannað er að taka
myndir af honum. Mynd: RF
Fallegt útsýni til Dólómíta-fjallanna, með sína einkennandi fjallstoppa. Mynd: RF