Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 99
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 97
Þakkir og lokaorð
Í fyrsta sinn í rúm tíu ár sjáum við fram
á aukningu fjárframlaga til skógræktar
en það gerðist á haustmánuðum 2018
þegar ríkisstjórnin kynnti aðgerðaáætlun
í loftslagsmálum þar sem skógrækt og
landgræðsla hefur stórt hlutverk. Það má
því segja að árið hafi verið kvatt með mikla
bjartsýni og von í brjósti um að nú væri
loksins komið að því að fjárframlög til
skógræktar myndu aukast.
Í lokin viljum við þakka öllum þeim sem
komu að söfnun og úrvinnslu gagnanna.
Of langt mál yrði að nefna alla þá aðila en
framlag þeirra skiptir miklu.
i Brynjólfur Jónsson. 1993. Heildarframleiðsla og gróðursetning
plantna á landinu árið 1992. Skógræktarritið 1993: 111-113.
ii Einar Gunnarsson. 2009. Skógræktarárið 2008. Skógræktarritið
2009 (2): 90-92.
Höfundar: SIGRÍÐUR E. ELEFSEN
og SIGRÍÐUR JÚLÍA BRYNLEIFSDÓTTIR
höndum margra aðila og eftirspurn eftir
hagtölum sem skógartölur eru og kröfur
til upplýsinganna eru flóknar. Notendur
talnanna eru allt frá nemum til stjórn-
valda og alþjóðastofnana og kröfur um
áreiðanleika gagnanna aukast. Það var
því ákveðið veturinn 2019-2020 að stofna
vinnuhóp sem færi í gegnum gagnasöfn-
unina, framkvæmd og hvaða tölum verið er
að safna. Vinnuhópinn skipa fulltrúar frá
Skógræktarfélagi Íslands, Skógræktinni og
Landssamtökum skógareigenda. Álitsgjafar
og samstarfsaðilar hafa verið kallaðir að
borðinu svo sem frá Hagstofu Íslands.
Þegar þetta er skrifað er vinnan komin
vel á veg en stefnt er að því að árið 2021
verði gagnasöfnun alfarið komin á netið
og framsetning gagnanna og aðgangur
verði á vefsíðunni skogartolur.is. Auk þess
munu skógartölur halda áfram að birtast á
pappír, hér í Skógræktarritinu.
geispur
& burðaráhöld
VORVERK.IS
Þverholt 2, Mosfellsbæ
sími 665 7200 vorverk@vorverk.is
82V
rafhlöðu
tæki
Afl og ending sem uppfylla kröfur fagmanna.
Sama rafhlaða fyrir keðjusagir, pólsagir,
hekkklippur, orf, sláttuvélar, greinaklippur,
og fleiri tæki.