Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 107

Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 107
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 105 fyrir andlát er þessari þungu ákvarðanatöku létt af aðstandendum. Til viðbótar verður hægt að hlaða inn myndum og myndböndum í persónu- lega gagnagrunninn, fylla út í þitt eigið fjölskyldutré og skrá niður hluti er tengjast erfðamálum, hvort sem er að hlaða inn erfðaskrá eða deila persónulegum munum á milli niðja þinna. Í persónulega gagnagrunninum getur þú haldið utan um söguna þína, skráð hana með eigin orðum og varðveitt hana ásamt þínum hinstu óskum á öruggum stað og við tryggjum að þetta komist í hendur ástvina þinna. Þegar gögnin hafa verið afhent verður þeim eytt úr gagnagrunni Trés lífsins. Fyrir þau sem það kjósa verður til minningasíða um viðkomandi sem verður tengd trénu þínu eins og áður hefur verið nefnt en hún hefur ekki að geyma þau persónulegu gögn og upplýsingar sem þú skráir inn í persónu- lega gagnagrunninn fyrir andlát. Til framtíðar Tré lífsins er nýr valmöguleiki við lífslok sem leggur áherslu á valfrelsi, að varðveita söguna okkar, virðingu við hina látnu, umhverfisvernd og býður mögulega upp á nýtt viðhorf til dauðans þar sem við sjáum líf spretta af lífi í minningagörðum. Þetta er verkefni sem unnið er af öllu hjarta og fullum heilindum en framundan eru áskoranir sem tengjast fjármögnun verkefnisins og samstarfi. Tré lífsins er verkefni sem mikilvægt er að vinna í samstarfi við þá sem best þekkja til á hverju svæði fyrir sig, bæði til þess að nýta þekkinguna á vistkerfunum sem er til staðar heima í héraði og vegna þess hve minningagarðarnir verða tilfinn- ingaþrungnir og tengdir fólki vegna þess að undir trjánum verða jarðneskar leifar ástvina þeirra. Okkur þætti vænt um að heyra frá skógræktarfólki og öðrum náttúruunn- endum hvernig ykkur líst á Tré lífsins en við viljum vinna verkefnið í sem opnustu samtali við þau sem búa yfir þekkingu og ástríðu fyrir málaflokknum. Að lokum skulum við snúa okkur aftur að tengingunum sem minnst var á í upphafi greinarinnar. Er nokkuð hægt að hugsa sér fallegri viðbót við tengingu trjáa og manna en að tréð sjálft sé táknmynd ástvinar sem fallinn er frá og þannig muni amma gamla, afi eða annar látinn ástvinur sjá þér fyrir súrefni til að þú megir lifa vel þann tíma sem þú færð hér í jarðneskri tilvist? Það er okkur mikilvægt að þessi valmöguleiki verði í boði fyrir Íslendinga sem fyrst og við vinnum áfram hörðum höndum að því að svo megi verða. Þangað til þá biðjum við ykkur að velta því fyrir ykkur, hvaða tré vil ég verða? sigridur.bylgja@trelifsins.is www.trelifsins.is www.facebook.com/ trelifsins Höfundur: SIGRÍÐUR BYLGJA SIGURJÓNSDÓTTIR Sigríður Bylgja, stofnandi Trés lífsins, með frumgerð af duftkeri á Hamrinum í Hafnarfirði haustið 2019.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.