Skógræktarritið - 15.05.2020, Síða 111
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 109
fjölskyldunnar var fastur liður í starfsemi
félagsins í tvo áratugi. Hólmfríður sá til
þess að dagurinn var jafnan fjölbreyttur.
Hún virkjaði m.a. hestamenn, sem leyfðu
börnum að fara á hestbak. Vinnuskóli
Hafnarfjarðar og Æskulýðsráð tóku einnig
þátt og fólk á þeirra vegum mætti t.a.m.
með smábáta sem hægt var að sigla á
Hvaleyrarvatni. Skátarnir tóku virkan þátt
í dagskránni á sínu svæði, boðið var upp
á gönguferðir með leiðsögn, börnin fengu
fræðslu um trjágróður og fugla skógarins.
Ætíð var boðið upp á grillaðar pylsur, kaffi
og kökur í lok dags og tónlist var einnig
hluti af dagskránni.
Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tók
upp á því fyrir allnokkrum árum að selja
jólatré fyrir jólin, byrjaði salan í smáum
stíl, en óx jafnt og þétt. Margar fjölskyldur
koma árlega til að kaupa tré og ekki síst
til að njóta þess siðar sem Hólmfríður
kom á að allir sem koma í Höfðaskóg á
aðventunni fá heitt súkkulaði og smákökur
í Selinu, starfsaðstöðu félagsins. Þar er
notaleg stemming og fyrir mörgum er þetta
upphaf jólaundirbúningsins. Síðan fara
allir mettir og sælir heim með fallegt jólatré
og glaðir í sinni. Allskonar hópar áttu
sinn fasta tíma í skóginum hjá Hólmfríði
og samstarfsfólki hennar, hvort sem það
voru leikskólabörn með kennurum sínum,
grunnskólakrakkar, vinnustaðahópar og
fulltrúar einstakra félagasamtaka. Öllum
var tekið opnum örmum og margir gengu í
félagið í framhaldinu.
Hólmfríður sat í varastjórn Skógræktar-
félags Íslands og var gerð að heiðursfélaga
S.Í. árið 2006. Hún var sæmd heiðurs-
merki Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
árið 2013 eftir að hún lét af störfum sem
framkvæmdastjóri félagsins. Kraftmikil og
drífandi hugsjónakona sem lét gott af sér
leiða á svo mörgum sviðum er fallin frá, en
minning hennar lifir.
Jónatan Garðarsson
Formaður Skógræktarfélags Íslands
Gerum ræktunarsamninga
við einstaklinga, félagasamtök
og fyrirtæki
Garðplöntustöð
með sérhæfingu
í ræktun skógarplantna
Akureyri, sími 462 2400
solskogar@simnet.is
www.solskogar.is
http://facebook.com/solskogar
t i
i i t li , f l t
f i t i
l
i
í l