Kjarnar - 01.05.1954, Side 19

Kjarnar - 01.05.1954, Side 19
húsrúm, þá skuluð þið fá að njóta þess, svo sem það nú er. Húsnæðið er þröngt, en þið eruð lærðir menn. Þið getið sannað með rökfræði, að tuttugu fet sé ein míla. Nú skulum við sjá, hvort ekki er nógu rúmgott hérna, annars verður ykkur víst ekki skotaskuld úr því að rýmka til með ræðuhöldum; það er ykkar fag.“ „Símon,“ sagði Jón, „við heil- agan Cutberth, þetta var vel svarað. Ég hef heyrt sagt, að maður eigi að taka eitt af tvennu, og að sá hafi nóg sér nægja lætur. En ég bið þig, kæri gestvinur, lát oss fá mat og drykk, og auðsýndu okkur gest- risni, við skulum borga þér fullu verði. „Berhentur fangar enginn fálka.“ Sjáðu, hér er silfur til borgunar.“ Malarinn sendi dóttur sína út eftir öli og brauði, steikti handa þeim gæs og batt fyrir þá hest- inn, þannig að hann gat ekki slitið sig lausan, bjó upp rúm fyrir þá í sínu eigin herbergi með lökum og ábreiðum snyrti- lega frágengið, tíu-tólf fet frá hjónarúminu. Dóttir hans svaf í rúmi sínu í þessu sama herbergi. Það varð ekki á betra kosið, því að betra herbergi var ekki að fá á þess- um stað. Þeir borðuðu kvöld- verð og voru hinir kátustu og Kjarnar — Nr. 35 drukku sterkt öl af miklum dugnaði. Um miðnætti tóku þeir á sig náðir. Malarinn gerðist vel drukk- inn, hann var orðinn fölur af drykkjunni; búinn að vera rauð- ur. Hann hikstaði og talaði fram í nefið, eins og hann hefði and- arteppu eða kvef. Hann háttaði við hlið konu sinnar. Hún var létt og fjörug eins og starri. Vögguna setti hún til fóta við hliðina á rúminu, svo að hún gæti ruggað henni og gefið drengnum að sjúga. Og þegar kúturinn var tæmdur í botn, fór dóttirin beint í bólið; Jón og Al- lan háttuðu líka. Það var ekki dropi eftir, svo að það var ekki annað að gera. Malarinn hafði drukkið svo fast, að hann hraut eins og hestur í svefninum og gáði ekki að botninum á sér. Kona hans lék hressilega undir í bassa, hroturnar í henni heyrð- ust langt til. Unginn hraut líka þeim til samlætis. Allan klerkur, sem hlustaði á þessa tónlist, hnippti í Jón og sagði: „Ertu sofandi? Hefurðu nokkurn tíma heyrt annan eins söng? Það er meiri kvöldmessan hjá þeim. Það er hlaupin í þau ámusótt. Hefur nokkur maður heyrt slíkt og þvílíkt. Ætli þau verði ekki að láta í minni pok- ann að lokum. Mér kemur ekki dúr á auga í nótt, en það er sama, 17

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.